Þetta er einmitt það sem maður óttast mest að upplýsingar um vont og jafnvel hættulegt veður berist ekki til erlendra vegfarenda sem hér eru fjölmennir yfir sumarmánuðina.
Ekkert vantaði upp á það að vara við þessu yfirstandandi óveðri, hvar yrði byljótt og hvenær, o.s.frv. Nema allt miðast það við Íslendinga og þá sem skilja hið ylhýra.
Á ensku útgáfu síðu Veðurstofunnar er þó hvassviðrisins skýrt getið. Nýverið var blásið til samstarfs fjölmargra aðila um miðlun upplýsinga til erlendra ferðamanna á vefgáttinni safetravel.is Einhverra hluta vegna blasti við auð síða í morgun þegar opnaður var flipinn weather, eins og hér má sjá.
En hver er að vafra um á netinu þegar ekið er um landið ? Það er vissulega ekki einfalt að miðla öryggisupplýsingum til ferðamanna, helst að fréttir spyrjist út, en þá er oft hætt við að fjöðrin verði að heilli hænu og það misfarist kannski sem mestu máli skiptir.
Vænlegast er e.t.v. að inn á þessa ágætu vefgátt safetravel.is væri á forsíðu veðurspá á ensku ásamt því sem öðru skipti upp á öryggi ferðalanga. Hinar ýmsu þjónustumiðstöðvar, gististaðir o.s.frv um landið prentuðu síðuna út að morgni og kæmu fyrir á áberandi stað. Hef séð að veðurspá er gjarnan prentuð af vef Veðursofunnar (á ensku) og henni stillt upp. Þetta er m.a. gert vegna þess að allir eru hvort er eð að spyrja starfsfólk um veðurhorfur.
En skipulagið og fyrirkomulagið þarf að bæta, það er alveg ljóst í mínum huga.
Frakkar fuku í húsbíl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 52
- Frá upphafi: 1788785
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 50
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Allavega komu viðvaranir um eldgosið á ensku í útvarpinu :)
Guðbjörg Soffía Magnúsdóttir, 1.7.2010 kl. 10:58
Hvað þegar náttúruhamfarinnar koma nú seinnipart sumars hvernig náum við til allra þeirra sem hrúgað hefur verið á landið nú eftir kynningu okkar á landinu góða!
Sigurður Haraldsson, 1.7.2010 kl. 12:09
Það eru 3 farartæki farin á hliðina í dag, vegna veðurs. Öll þeirra í höndum erlendra ferðamanna.
Guðmundur (IP-tala skráð) 1.7.2010 kl. 13:46
Sannast sagna er þetta erfitt. Síðan í gær hafa verið birtar viðvaranir á íslensku og vonandi hefur það sín áhrif. En kannski þurfa menn að íhuga með hverjum hætti eigi að beina nauðsynlegum upplýsingumum veður að erlendum ökumönnum. Spurningin er á hvers könnu ætti það að- vera.
Sigurður Helgason (IP-tala skráð) 1.7.2010 kl. 14:01
Guðmundur veit um þrjú farartæki sem fokið hafa í dag. Sé á ruv.is að annað fór við Sandfell um kl. 13 og þar verð slys á fólki. En hvar varð það þriðja ?
ESv
Einar Sveinbjörnsson, 1.7.2010 kl. 15:01
Komdu sæll Einar.
Ég er hjartanlega sammála því að miðlun upplýsinga til erlendra ferðamanna er stórkostlega ábótavant á Íslandi. Hinsvegar höfum við hjá Touring Cars Iceland ehf. unnið hörðum höndum að því að bæta úr umferðaröryggi okkar viðskiptavina. Við höfum frá upphafi miðlað sem bestum upplýsingum til okkar kúnna um hættur vegna veðurfars hér, með útgáfu bæklings um vegakerfi og veðurfar en auk þess höfum við unnið að gerð vindviðvörunarkerfis með SAGA System, eins og þér er að sjálfsögðu kunnugt um. Við fylgjumst náið með veðurspám og sendum út viðvaranir til okkar viðskiptavina ef vindur nær tilteknum styrk á landinu en auðvitað getur verið erfitt að ná til allra. Þó mun þetta kerfi bæta úr þeim vanköntum og auka um leið öryggi þeirra sem þennan búnað nota. Ég tek það fram að hvorug þessara bifreiða var frá okkur.
Kær kveðja, Geir Bachmann.
Geir Bachmann (IP-tala skráð) 1.7.2010 kl. 16:47
Just enter m.en.vedur.is on your mobile browser for the newest weather forecast.
Cheers,
Helgi Borg
Helgi Borg (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 10:53
Sæll Einar,
Sammála þér að þetta er ekki nægilega gott. Við settum Safetravel síðuna í loftið nú í júnímánuði og hafa tæknilegir örðugleikar hjá hýsingaraðila skapað mikil vandamál og seinkun á vinnu við síðuna. Nú er unnið dag og nótt og við erum að vonast til að hún verði orðin fín núna eftir helgi.
Og mér líkar ábendingin um upplýsingaglugga á forsíðunni, mun koma henni á framfæri.
Kveðja,
Ólöf Snæhólm
Upplýsinga- og kynningarfulltrúi SL
Ólöf Snæhólm Baldursdóttir (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 13:51
Góðar ábendingar Einar. Þess má geta að Landsbjörg var með erindi á námskeiði fyrir starfsfólk upplýsingamiðstöðva um land allt þar sem fjallað var um hin ýmsu öryggismál og auk þess var þessi síða kynnt svo og tímaritið Safetravel.is þar sem finna má ágætis efni um veður, náttúruvá og fleira sem gagnast ferðalöngum.
Jónas Guðmundsson (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 14:51
Góðar ábendingar Einar. Þess má geta að Landsbjörg var með erindi á námskeiði fyrir starfsfólk upplýsingamiðstöðva um land allt þar sem fjallað var um hin ýmsu öryggismál og auk þess var þessi síða kynnt svo og tímaritið Safetravel.is þar sem finna má ágætis efni um veður, náttúruvá og fleira sem gagnast ferðalöngum.
Jónas Guðmundsson (IP-tala skráð) 3.7.2010 kl. 14:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.