Hitabylgjan í A-Evrópu

Fregnir undanfarna daga af miklum hitum í Evrópu eru að mestu bundnar við austurhluta álfunnar.  Ekki hefur verið svo heitt í Frakklandi og á Spáni miðað við það sem menn eiga að venjast og í Skandinavíu hefur hitinn ekki verið að plaga menn og skepnur.  Á Bretlandseyjum þá heldur síður og frekar að menn kvarti sáran þar undan lélegum sumardögum.

En eftir því sem austar er farið hækkar hitinn og kjarni hitabylgjunnar virðist ná frá Adríahafi til NNA yfir Tékkland, Ungverjaland, Pólland, Eystrasaltsríkin, Hvíta Rússlands og vesturhéruð Rússlands.  Meðfylgjandi kort sem sýnir hita kl. 12 í dag sýnir þetta glöggt (smellið tvisvar fytrir stórt kort).  Ástand kæfandi sumarhita, eða allt að 37-40°C mun vara áfram næstu daga í A-Evrópu hið skemmsta með margvíslegum óæskilegum afleiðingum, rétt eins og fjölmiðlar hafa verið duglegir að flytja okkur fréttir af. 

reurmapt2010071512.gif


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 1788787

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 50
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband