Teljast hlýindin nú vera hitabylgja ?

picture_155.pngTeljast hlýindin nú vera hitabylgja ?  Nei segi ég.  Vissulega hefur veðrið verið einstaklega blítt sunnanlands og vestan í dag og líka sums staðar í gær.  Hæsti hitinn í dag var á Hellu, þeim ágæta stað á Rangárvöllum, 24,2 °C.  Sjálfur set ég þau mörk fyrir skilgreiningu á hitabylgju að hitinn nú því einhvers staðar að fara yfir 25 stiga múrinn.

En auðvitað var veðrið með allra besta móti í dag frá Ísafjarðardjúpi í vestri, austur í Öræfasveit.  Vindur var hægur ólíkt NA-gjólunni í gær og því varð vel hlýtt í sterku sólskininu.

Sigurður Þór er með góða greiningu á veðri dagsins o.fl. tengt tíðinni og ætla ég ekki að endurtaka það hér.

Aftur á móti var ég hissa á því þegar ég renndi úr Reykjavík eftir hádegi í dag eftir Vesturlandsveginum hvað margir voru á heimleið.  Og jafnvel á meðan enn var um 20 stiga hiti.  Kannski spilar inn í hræðslan við meinta umferð síðdegis.  Margir eru í fríi og ekkert liggur á, spáð er áframhaldandi blíðviðri.  Vitanlega þurfa sumar að mæta til vinnu, en svo eru aðrir sem fylgja straumnum og fara til síns heima þegar útvarpið talar í sífellu um mestu ferðahelgina og að umferðin  liggi til Höfuðborgarinnar á sunnudegi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Mesta mein að ekki skuli hafa fundist almennileg skýrgreining á íslenskri hitabylgju. Ég tel að það sé á mörkunum að þetta megi kallast hitabylgja. Þó ekki hafi mælst 25 stig hafa þó mælst yfir 20 stig ansi  víða, alveg frá Snæfellsnesi suðvestur yfir landið til Öræfa. Hins vegar ekki neins staðar á hálendinu svo þetta er a.m.k. ekki  fyrsta flokks bylgja.

Sigurður Þór Guðjónsson, 18.7.2010 kl. 23:22

2 identicon

<p>You are to send his wife or a gift for her  mother to worry about it? If you have enough money, I suggest that you can buy  a Prada handbag for them, because the bag is a necessity for women, with <a href="http://www.luxubags.com/">prada handbags</a>, what cosmetics, small  accessories, cell phone, wallet like all can be placed in bags, the more  convenient ah, if do not like the bag, you can buy a <a href="http://www.luxubags.com/">Prada Shoulder Bag</a>.Now ,<a href="http://www.luxubags.com/">prada bags</a> is my dream, I believe that my  vision can not be wrong.</p>

 

prada bags (IP-tala skráð) 19.7.2010 kl. 02:22

3 identicon

Sæll Einar. Það stakk dálítið í augun að lesa nafnið á Rangánum á korti sem fylgdi þessari frétt. Ytri-Rangá sem rennur við Hellu er kölluð fremri rangá og Eystri-Rangá sem rennur við Djúpadal vestan við Hvolsvöll er nefnd ytri rangá, ekki veit ég hvar þú hefur fengið þetta kort en þaðværi gaman að vita það.

kv.MG

Már Guðnason (IP-tala skráð) 26.7.2010 kl. 08:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 1788783

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband