Litla Skarš ķ Borgarfirši

picture_157.png

Ķ samantekt gęrdagsins um hęsta hitann trónaši eins og svo oft įšur Žingvellir į toppnum meš 24,1°C. Borgarfjaršarstöšvarnar, Hśsafell, Hvanneyri og Stafholtsey fóru allar ķ tępar 22 grįšur.  Žar sem ég var staddur skammt frį orlofsbyggšinni ķ Munašarnesi var hitinn svo aš segja kęfandi um mišjan daginn ķ gęr og ekki hafgola eins og nešar ķ hérašinu. Hefšbundinn gluggamęlir į noršurhliš hśss fór um tķma upp ķ 26°C, en hann sżnir eins og tķtt er um slķka męla ķviš of hįtt gildi viš žessi skilyrši. Geislun frį dökkum viš hśssins hefur žar mest aš segja.

Mér var žį hugsaš til Litla Skaršs hérna skammt noršurundan.  Žar er męlistöš, en ķ hana eru ekki sóttar upplżsingar nema tvisvar į sólarhring.  Litla Skarš er engin venjuleg vešurathugunarstöš.  Hśn er hluti samhęfšrar umhverfisvöktunar sem stašiš hefur yfir frį 1996. Vöktunin felur ķ sér aš fylgst er meš żmsum ešlis-, efna- og lķffręšilegum žįttum yfir įkvešiš tķmabil. Žetta er norręnt verkefni og żmsar stofnanir koma aš žessari vöktun auk Vešurstofu Ķslands (sjį nįnar hér). 

Eitt sinni gekk ég aš žessum męlireit fyrir tilviljun. Hann er utan alfararleišar, nokkru ofan viš Vesturlandsvegi ķ landi Litla Skaršs ķ Stafholtstungum ķ um 115 metra hęš.  Męlingasvęšiš er ķ kjarrivöxnu landi og lętur lķtiš yfir sér.

En ég sé ķ dag aš hitinn ķ Litla Skarši hefur nįš rśmum 23°C į milli kl. 16 og 17 ķ gęr og žannig įtt aš verša ķ 2. eša 3. sęti žeirra stöšvar sem hęstan hitann męldu.



« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Ķ dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 50
  • Frį upphafi: 1788783

Annaš

  • Innlit ķ dag: 2
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir ķ dag: 2
  • IP-tölur ķ dag: 2

Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband