22.7.2010
Varla ský á himni
Þessi MODIS mynd sem Ingibjörg Jónsdóttir sendi mér og er frá því í gær, 21. júlí sýnir vel að nánast heiðríkt var á landinu öllu. Slíkt er að sumarlegi frekar fátítt, en kemur þó fyrir dag og dag, en nær aldrei tvo daga í röð.
Í sterkri sólinni varð hlýjast á Reykjum í Hrútafirði og á Brúsastöðum í Vatnsdal 21,7°C. Það er næsta fátítt að Hrútafjörðurinn tróni á toppnum á miðju sumri, en engu að síður var það raunin í gær. Var sjálfur á þessum slóðum í gær, nánar tiltekið á Dæli í Víðidal og get vitnað að í Húnaþingi var brækjuhiti.
Takið annars eftir jöklunum og skörpum skilum vetrarsnævarins og eldri jökulíss þar fyrir neðan (tvísmellið til að stækka). Snælínan æðir upp eftir jöklunum. Frekari umfjöllum um þau mál voru hér fyrir nokkrum dögum.
Flokkur: Fallegar myndir | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 3
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 51
- Frá upphafi: 1788784
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 49
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvaða litbrigði eru þetta í sjónum langt út af Norðurlandi?
Illugi Jökulsson (IP-tala skráð) 22.7.2010 kl. 12:37
Tek undir með ES um Hrútafjörðinn og yfirleitt Húnaflóasvæðið hér milli Horns og Sigluness, að við fjarðarbotnana er ekki algengt að hlýindi hafi yfirhöndina yfir köldu lofti frá hafi. Líklega er minna magn af svölum yfirborðssjó (bræðsluvatni) en undanfarin ár. Þar mun líklega því að þakka að SV-áttir voru sjaldgæfar í apríl og maí á þessu svæði og ísinn fór ekki að marki austur fyrir norðan Horn. Hvað varðar litbrigði fyrir Norðurlandi minnir mig að Ágúst H. Bjarnason hafi fyrir örfáum dögum fjallað um þetta á bloggi sínu og kveður þetta vera þörungablóma.
Þorkell Guðbrands (IP-tala skráð) 22.7.2010 kl. 12:50
Svona litbirgði í sjónum er nokkuð algengt að sjá á þessum Modismyndum og er þörungablómi.
Sigurður Þór Guðjónsson, 22.7.2010 kl. 13:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.