Jökulsá á Fjöllum í miklum ham

dettifossweb-a.jpgUndanfarna fjóra til fimm daga hefur verið hlýtt í veðri norðanlands, ekki síst á norðanverðu hálendinu. Hlýindin náðu hámarki í gær, sunnudag og fór hitinn m.a. fremst í Bárðardal í rúmlega 23 stig. Léttskýjað hefur verið á þessum slóðum og sólin náð að hita landið.  Við þessi skilyrði hefur vatn vaxið mjög í jökulánum.  Ekki síst sést þess stað í Jökulsá á Fjöllum.  Hún rennur óbeisluð til sjávar og vex hægt og rólega í hlýju og björtu veðri, ekki síst um og eftir mitt sumar, þegar tiltölulega dökkt yfirborð sífellt stærri hluta Dyngjujökuls drekkur í sig sólgeislunina og bræðir jökulísinn.

Mælingar á rennsli Jökulsár á Fjöllum sýna að hámarksrennslið var í morgun 780 rúmmetrar á sekúndu við Grímsstaði á Fjöllum (enn var reyndar að vaxa !).  Það eru talsverðar dægursveiflur í rennslinu eins og sjá má á grafinu sem fengið er frá Veðurstofunni. Við Grímsstaði skilar hámarkið sér ekki niður fyrr en morguninn eftir. Vel sést hvernig rennslið hefur verið að aukast í sumar úr um 130 rúmmetrum í byrjun júní þar til nú.

Jökulsá á Fjöllum sumarið 2010 - rennsli -VÍÞetta vatnsmagn 780 rúmmetrar á sekúndu er gríðarmikið og gerir Jökulsá á Fjöllum langmesta vatnsfalli landsins þessa dagana á meðan Þjórsá og Jökulsá á Dal eru báðar tamdar og rennsli þeirra miðlað. Dettifoss verður ákaflega tilkomumikill segir mér fólk sem komið hefur að honum í þessum ham.

Ég fæ ekki betur séð en að þetta vatnsmegin Jökulsár nú sé það mesta undanfarin sumur og jafnist e.t.v. á við stórrennslið sem gerði í kjölfar hitabylgjunar í ágúst 2004. 

Vegagerðin segir nú Öskjuleið ófæra vegna vatnavaxtanna öðrum bílum en þeim stærstu.  Sjá hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Svaka orka sem fer þarna ónotuð til sjávar

Gunnar Th. Gunnarsson, 26.7.2010 kl. 15:52

2 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Gunnar, þessi orka nýtist á annan hátt: Menn fyllast lífsorku að skoða á þessa staði.

Úrsúla Jünemann, 26.7.2010 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 7
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 1788788

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband