27.7.2010
Alskýjað á Íslandi
Ég veit ekki hvort að menn greini landið á þessari MODIS-mynd frá því eftir hádegi í dag ? Jú og þó ef vel er rýnt sér í Vatnajökul og eins mótar fyrir Vestfjarðakjálkanum. En það er eins og skýjateppi liggi yfir landinu í dag og óvíða er sólskin að ráði, en heldur ekki úrkoma sem heitið getur nokkurs staðar. Smávægileg súld og þoka reyndar hér og þar.
Þó hlýtt sé í lofti þarf sólskin til að koma hitanum verulega upp. Skýjabreiðan er því meginvaldur þess í dag að hitinn hefur ekki náð nema 18 stigum á landinu enn sem komið er (kl. 15) þar sem mestu hiti hefur mælst.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 3
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 51
- Frá upphafi: 1788784
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 49
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.