Nú þennan næst síðasta daga mánaðarins er ekki úr vegi að skoða meðalhitann í Reykjavík. Mjög lítið virðist vanta upp á að þessi júlí 2010 nái að jafna metmánuðina 1991 og 1939 en í bæði þau ár var meðalhitinn 13,0°C, sem er vel að merkja ákaflega hlýtt fyrir íslenskan sumarmánuð. Flestir hina síðust júlímánaða hafa verið mjög hlýir, en þessi nú virðist ætla að skjóta hinum ref fyrir rass, þ.e. í Reykjavík.
Á landsvísu er júlí 1933 álitin vera sá hlýjasti. Hann mun halda þeim sessi og líka þeir sem næstir koma, þ.e. 1939 og 1991. Spurning hvar síðan 2010 kemur þar á eftir, en höfum í huga að ekki hefur verið neitt sérlega hlýtt á Norður- og Norðausturlandi, þó vissulega hafa komið virkilega góðir sumardagar, sérstaklega nú upp á síðkastið.
Við bíðum uppgjörsins eftir helgina frá Veðurstofunni með óþreyju !
Flokkur: Veðurfar á Íslandi | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 49
- Frá upphafi: 1788782
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 47
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.