Þessi sænska kona Frida Sörman varð fyrir undarlegri lífsreynslu þegar hún var í fríi með fjölskyldu sinni á eyjunni Ölandi í Eystrasalti undan suðausturströnd Svíþjóðar. 13. júlí gerði mikið þrumuveður víða um sunnanverða Skandinavíu. Fridu fannst eins og mörgum mikið til þess koma þegar skyndilega tók að rigna allsvakalega og greip til myndbandstökuvélarinnar. Hún steig út fyrir tjaldskörina til að ná myndum af því hvernig regnið lamdi næst hjólhýsi og fortjald þess. En viti menn, á meðan hún heldur á vélinni, veður Frida Sörman fyrir eldingu og fellur um koll.
Á yr.no hér er greint frá þessari dæmalausu, en óskemmtilegu lífsreynslu og myndbútur Fridu aðgengilegur ásamt lýsingum hennar á sænsku. Frida Sörman slapp vel og varð ekki meint af, sagði að tilfinningin hefði verið líkast því að fá 1000 nálastungur upp í ilina og á eftir fylgdi málmbragð í munninum.
Í Hvaler við Oslóarfjörð (þeim hinum sama stað og er vettvangur sunnudagsþátta RÚV um þessar mundir) slasaðist maður verr þegar hann fékk í sig eldingu, en þó ekki lífshættulega.
Flokkur: Utan úr heimi | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 3
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 51
- Frá upphafi: 1788784
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 49
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.