Sólarleysi fór með lofthitann í dag

Ég gerði að því skóna fyrir helgi að dagurinn í dag gæti hæglega orðið sá hlýjasti það sem af er sumri og hámarkshiti dagsins jafnvel náð 25 stigum.

Listi Veðurstofunnar eftir daginn er þessi: 

Ásbyrgi21,9 °C
Húsavík21,7 °C
Neskaupstaður21 °C

 

Það kúnstuga við þessar hitatölur er að þær voru allar komnar kl. 10 í morgun.  Með örðum orðum að þá fór dagurinn mjög vel af stað norðaustan- og austanlands, en síðan þykknaði upp með S- og SV-áttinni og víðast rigndi um miðjan daginn.  Þegar sólin náði ekki að skína varð jafnframt ljóst að hitinn færi ekki hærra en þetta.

Enn verður því bið á því fá hitann yfir 25 stig þröskuldinn á landinu á þessu annars mjög eftirminnilega góðviðrissumri. 

Nú eru kuldaskil á leið austur yfir land og hlýja tungan sem verið hefur yfir landinu frá því í gær, brátt úr sögunni.  Þó er ekkert að kólna að ráði, aðeins er að draga úr hlýindunum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er búið að vera nærri 20°C hér í allan dag, en það var vott framan af degi. Var að aka framhjá sundlauginni hérna áðan, þar sem er "opinber" hitamælir Króksara, hann sýndi +19°C, en mælirinn í bílnum hjá okkur sýndi +18°.

Þorkell Guðbrands (IP-tala skráð) 15.8.2010 kl. 21:47

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þetta voru talsverð vonbrigði.

Sigurður Þór Guðjónsson, 15.8.2010 kl. 22:09

3 identicon

Það var allavega hlýtt í jarðböðunum fyrir norðan í dag, en þess utan var háskýjað en gekk svo á með skúrum en birti til seinnipartinn á leiðinni heim þangað til ég kom yfir Holtavörðuheiði, þá var eiginlega leiðinda suddi  og rok og rigninging undir Hafnarfjalli og á Kjalarnesinu.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 15.8.2010 kl. 22:43

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

þetta er nú samt mjög líklega hlýjasti dagur sumarsins að meðalhita yfir allt landið.

Sigurður Þór Guðjónsson, 16.8.2010 kl. 00:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 1788787

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 50
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband