Hvernig spá má í veðrið án mælitækja ?

how_to_forecast.jpg

Í dag fékk ég sent  veggspjaldið til hliðar  frá Kristófer Helgasyni dagskrárgerðarmanni á Bylgjunni.  Þar eru settar fram nokkrar gagnlegar viðmiðanir um það hvernig notast má við ýmis teikn í umhverfinu við það að spá í veðrið.  Í kjölfarið spjallaði ég við síðdegisútvarp Bylgjunnar um nokkrar af þessum upplýsingum sem taldar eru upp á veggspjaldinu.

Ekki þarf mikla yfirlegu til að sjá að fróðleikur þessi er sóttur vestur um haf.  Þó textinn sé á ensku sést vel að vísbendingarnar eiga trauðla við um Bretlandseyjar.  Miklu frekar um austurströnd Norður-Ameríku og víðáttur sléttunnar þar vestur af.

Skemmtilegt þetta máltæki þeirra vestanhafs: "Rainbow in the morning, need for a warning".  Ómögulegt að þýða, í það minnsta rímað. Skýringin er einfaldlega sú að sjáist í regnboga snemma dags sé það aðeins byrjunin á skúraveðri, eldingum og þvílíku sem fylgir óstöðugleika lofts þegar rigningardemburnar eru komnar á fullt fyrir hádegi.

Margt þarna er útskýrt með því sem er í gangi í veðrinu á hverjum tíma m.a. að veðurkerfin koma úr vestri og ferðast til austurs (að jafnaði !).  Kötturinn kemur líka við sögu og mögulega kemur þjóðtrú Vestur-Íslendinga þarna við sögu í bland við annan þjóðarkokkteil N-Ameríku .  Því var alla veganna trúað hér á landi á 19. öldinni að klóraði kötturinn sér aftur fyrir eyrað (einkum hið hægra) væri það fyrir rigningu. Hvaðan sem sú þjóðtrú er nú uppruninn.

En gaman væri að útbúa sambærilegt veggspjald fyrir Íslenskar aðstæður og alþýðutrú manna um algenga veðurboða í umhverfinu. 

   

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Ekki spurning, það væri einstaklega áhugavert

Höskuldur Búi Jónsson, 17.8.2010 kl. 08:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 7
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 1788788

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband