Af kvöldblíðunni í höfuðborginni þetta sumarið

Austurvöllur sumarið 2010/Steinar HugiVar eins og svo margir aðrir á ferli og heldur léttklæddur um kvöldmatarleytið í miðborg Reykjavíkur.  Þar var mikið mannlíf eins og svo oft áður í sumar, blanda sumarþyrstra Íslendinga og forvitinna ferðamanna.  Og útiveitingahúsin blómstra í þessari tíð.

Hitinn kl. 21 var rúmlega 16°C í Reykjavík og var það í sjöunda skipti í sumar sem kvöldhitinn nær þessum hæðum.

Þessir dagar eru annars eftirfarandi:

  • 23. júní
  • 24. júní
  • 2. júlí
  • 17. júlí
  • 8. ágúst
  • 14. ágúst
  • 19. ágúst 

Til að fá einhvern tilviljanakenndan samanburð að þá gerði sumarið 2000 aldrei kvöldblíðu af þessu tagi og í eitt skipti tíu árum fyrr, eða 1990. Auðvelt er í lok sumars að taka saman tölur í þessa veru yfir lengra tímabil og ekki kæmi mér á óvart að sumarið verði metsumar í þessu tilliti í Reykjavík. 

Hitinn hefur einnig að kvöldlagi verið ótal sinnum nærri 15°C og flestum þykir það nú bara ágætt.  Mér finnst líka nokkuð til þess koma í þessari kvöldhitatölfræði sumarsins í Reykjavík að aðeins þrisvar hefur hiti verið lægri en 10°C kl. 21.  Í öllum tilvikum átti það sér stað snemma í júní.  

Ljósmyndin er úr fórum Steinars Huga.  Hér eru fleiri myndir þessa snjalla ljósmyndara


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

En nú er þessu lokið, a.m.k. í bili, og verður skítakuldi um kvöldið á menningarnótt svo varla verður verandi úti nema vetrarklæddur.

Sigurður Þór Guðjónsson, 21.8.2010 kl. 11:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 7
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 1788788

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband