22.8.2010
Kaldasti dagur sumarsins
Í gær á fjölmennustu útihátíð landsins, þ.e. á menningarnótt reyndist hitinn vera sá lægsti sem mælst hefur í sumar. Þá er verið á tala um meðalhita dagsins, frá kl. 03 til kl. 24, en hann var 9,0°C. Við samanburð við aðra daga í sumar, frá 1. júní, sést að enginn sólarhringur kemst í hálfkvisti við einmitt þennan.
Flestir sem ég hitti í gær höfðu á orði hvílík umskipti höfðu orðið á veðrinu á einum til tveimur dögum, en á fimmtudagskvöldið skrifaði ég einmitt hér að þá hefði verið 16 stiga hiti í Reykjavík kl. 21. Í gærkvöldi var hann hins vegar 8,7°C á sama tíma. Þá nísti líka norðangjósturinn í gegn um merg og bein.
Margir, reyndar mjög margir voru frekar illa búnir í bænum fyrir slark sem þetta eftir að skyggja tók og vafalítið nokkuð um það að fólk hafi nælt sér í kvef.
Við getum þó þrátt fyrir allt hrósað happi fyrir það þetta sumarið að N-veður með kulda norðan úr ballarhafi hafa verið nánast óþekkt, eins og slíkt veðurlag getur nú verið algengt á landinu, einkum framan af sumri.
En það er tekið að kólna hér fyrir norðan okkur og fyrir um hálfum mánuði hefði veður sem þetta ekki verið alveg svona svalt eins og í gær. Það stendur reyndar enn ef út í það er farið.
Flokkur: Veðuratburðir hér og nú | Breytt s.d. kl. 10:18 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 6
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 54
- Frá upphafi: 1788787
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 50
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Enn kaldara er í dag og er hreinlega hörmulegt að svona mikið kaldir dagar séu að koma strax á þessum árstíma.
Sigurður Þór Guðjónsson, 22.8.2010 kl. 15:53
Fólk á okkar aldri, Sigurður Þór, á að þekkja slík "skot" á þessum árstíma. En auðvitað eru þau afskaplega ónotaleg þegar þau koma. Hér í Skagafirði hefur maður séð að fjallatoppar eru allir hvítir, þegar skýjunum á annað borð svifar frá. Ekki hlýlegt það og þess utan allar horfur á að aðra nótt og nóttina þar á eftir verði trúlega frost við jörðu skv. tölvuspám. Það finnst okkur tómstundabændum og fúskurum í kartöflurækt ekki uppörvandi fréttir. Ýmsu er maður þó vanur í veðurfarsefnum hér á Norðvesturlandi; sumarið 1969 snjóaði í hverri einustu viku sumarsins í fjöll. Mig minnir að í júlímánuði hafi fryst 14 nætur samtals. Sumrin 1979 og 1981 voru líka andstyggileg og maður vill helst gleyma þeim.
Þorkell Guðbrands (IP-tala skráð) 22.8.2010 kl. 20:38
Já, ég þekki þau en þau eru ekki hótinu betri fyrir það ofan í ágúst sem var hátt í 13 stigum.
Sigurður Þór Guðjónsson, 22.8.2010 kl. 20:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.