Mælitækin fá meira að segja ekki að vera í friði

Vonandi verða Vestmannaeyingar til aðstoðar við að upplýsa þetta mál.

Það er vissulega fátítt að veðurmælar, nú eða önnur tæki til náttúruvöktunar verði fyrir barðinu á skemmdarvörgum.

picture_10_1020075.png


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er eitthvað að í þjóðfélaginu,ég  Hjóla mikið um borgina og mér blöskrar hvernig gengið er um borgina okkar. Það eru glerbrot um allt, veggir útkrotaðir hér og þar, og t.d. í morgun er ég var að hjóla í vinnuna upp hjólastíginn við Miklubrautina rétt fyrir ofan Kringluna kom ég að strætóskýli sem var búið að brjóta eitt glerið í því. Í þessum skýlum er hert gler, alveg rándýrt. Ég hef ferðast mikið erlendis og þar hef ég ekki orðið var við svona umgang um eigur bæjarfélaganna eins og viðgengst hér á landi.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 24.8.2010 kl. 18:58

2 identicon

Þjóðfélag í upplausn einkennist m.a. af því að öll siðferðileg viðmið raskast. Hér hefur fleira farið á hliðina en bankakerfið, nánast allt samfélagið hefur misst fótanna. Þegar þau sem þjóðin hefur kjörið til æðstu metorða hafa orðið uppvís að því að fótumtroða allar samskiptareglur þess sem á að heita siðvætt samfélag er ekki von á góðu og ekki að undra að almenningur hætti að virða almennar reglur og viðmið. Verst er að þeim, sem mesta sök eiga, hefur ekki verið refsað og verður ekki refsað, þ.e. mönnunum sem höfðu forgöngu um að sleppa ósvífnustu öflum og einstaklingum eftirlitslausum og látið þeim eftir að fara ránshendi um eigur samfélagsins, sem skapaðar höfðu verið með ærinni fyrirhöfn frá því þjóðin allslaus byrjaði að eiga með sig sjálf í byrjun tuttugustu aldar og fram á fyrsta áratug þeirrar tuttugustu og fyrstu.

Þorkell Guðbrandsson (IP-tala skráð) 24.8.2010 kl. 21:14

3 Smámynd: Pálmi Freyr Óskarsson

 Frásögn og mynd af skemmdarverkinu...........

http://dj-storhofdi.blog.is/blog/dj-storhofdi/entry/1088215/#comments

Pálmi Freyr Óskarsson, 25.8.2010 kl. 01:23

4 Smámynd: Pálmi Freyr Óskarsson

Getur einhver sagt mér hvernig maður tekur mynd af síðu eins og Einar gerir í þessari færslu?

Pálmi Freyr Óskarsson, 25.8.2010 kl. 01:30

5 identicon

Pálmi: Lítið kann ég á tölvur enda orðinn gamall og meira en hálfruglaður. Þó held ég að það sé hægt að nota skipunina "ctrl+alt+Prnt Scrn" og nota svo "paste" til að koma því inn á textaskjal.  

Þorkell Guðbrands (IP-tala skráð) 25.8.2010 kl. 15:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 1788787

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 50
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband