Veðurhorfur helgina 27. til 29. ágúst

hvanneyjarviti_1020781.gifHelgarveðrið

 

 

Föstudagur 27. ágúst:

Yfir landinu verður hæðarhryggur og hæglætistveður.  Vindur verður þó aðeins vestlægur.  Að heita má úrkomulaust um land allt og léttskýjað víðast hvar.  Þó verður sólarlítið og skýjað af háskýjum vestan- og norðvestanlands.   Hitinn verður víða þetta 14 til 16 stig yfir hádaginn í sólinni. Svalt hins vegar um nóttina, eða 4 til 7 stig.  Suðvestantil er aftur á móti gert ráð fyrir lítilsháttar vætu um nóttina.

 

Laugardagur 28. ágúst:

Áfram hægur vindur á landinu og mjög víða léttskýjað. Á annesjum norðanlands og norðaustanlands, leggur þó golu af hafi og þar gæti orðið þokusúld.  Þar verður heldur svalt eða um 5 til 7 stiga hiti.  Annars staðar er gert ráð fyrir sæmilegum hita að deginum eða 12 til 17 stig. Allmikill hiti dags og nætur og sums staðar kólnar alveg niður undir frostmark í heiðríkjunni um nóttina.

 

Sunnudagur 29. ágúst:

Hitaskil nálgast úr vestri og um miðjan daginn fer að rigna vestanlands og upp úr því einnig á Vestfjörðum og vestantil á Norðurlandi svo og á Suðurlandi austur undir Eyjafjöll. Um leið snýst vindur til SV-áttar, víða verða 5 til 8 m/s og heldur vaxandi eftir því sem líður á daginn.  Bjartviðri austan- og suðaustantil og veður fer almennt séð hlýnandi, ekki síst norðaustantil.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband