Himnabros

regnbdscn3652.jpgEiður Svanberg Guðnason smellti af meðfylgjandi mynd þegar hann var staddur á Nesjavöllum að morgni dags í síðustu viku.  Honum fannst þetta vera heldur óvenjulegur regnbogi og þegar ég spurðist áfram fyrir um það í hvaða átt hann hefði beint linsunni var svarið að það hefði verið nánast beit upp í loftið eins og Eiður orðaði það.

Ljósfyrirbærið sem þarna kemur fram er ekki eiginlegur regnbogi, heldur ljósbrot ískrystalla hátt á himni ofan sólarinnar.  Á ensku kallast þessi tegund ljósboga Circumzenithal arc.  Um er að ræða efri snertibaug af sérstakri gerð rosabaugs umhverfis sólu. Á bak við þessa gerð rosabaugs eru mikil ljósbrotsfræði, en þekkist á því að boginn verður ekki lengri en um fjórðungur hrings og er hann rauður að utanverðu, en blár innantil.  Er oft vegna lögunar sinnar kallaður "a smile in the sky" og við getum þýtt sem himnabros.  Önnur forsenda er sú að sólin getur hæst verið í 32,2° yfir sjóndeildarhringnum til að mynda slíkan ljósbaug og líklegast er að það gerist þegar sólarhæð er 22°.  Ljósið brotnar í ískrystölum blikuskýja hátt á himni og í mestum mæli við þessa tilteknu sólarhæð.  Hér má lesa meira og dýpri eðlisfræði hér.

En skýringamyndin hér að neðan er alveg ágæt og sýnir afstöðu sólar og hinna ýmsu ljósboga sem komið geta við sögu. Þar semmerkt er Parhelia köllum við nú gíll (t.h.) og úlfur (t.v.)

 

061028_3213_labeled.jpg

 

 


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég náði að taka mynd með flestum þeim fyrirbærum sem nefnd eru í pistlinum og eru sýnd á myndinni.
Myndin er tekin á suðurlandi um páskana 2008.
Það sérstaka við þessa mynd er að það er tunglið sem lýsir í miðju, ekki sólin eins og venjulega.

http://spaceweather.com/swpod2008/27apr08/Agust-Gudmundsson3_lab.jpg

og önnur mynd

http://spaceweather.com/swpod2008/27apr08/Agust-Gudmundsson1.jpg

ÁG

Ágúst Guðmundsson (IP-tala skráð) 1.9.2010 kl. 05:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 1788782

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband