Ágúst í rúmum 12°C í Reykjavík !

Fréttablaðið/Anton.jpgÞó svo að það hafi gert frekar svalan kafla í nokkra daga eftir 20. ágúst, nær ágúst engu að síður því í Reykjavík að komast upp fyrir 12°C í meðalhita.  Slíkt er fremur fátítt, en bæði 2003 og 2004 var nokkru hlýrra en nú, enda gerði þá engan kuldakafla líkt og í ár.  Mánuðurinn er kannski sá 4. eða 5. hlýjasti í röð ágústmánaða í a.m.k. 150 ár.

Nýliðnir sumarmánuðirnir þrír, júní, júlí og ágúst urðu því allir með tölu mjög hlýir í Höfuðborginni og einkum og sér í lagi júní.  Saman eru þeir í rétt rúmum 12 stigum, og álíka hlýtt varð 2003.  Saman raða þessi tvö sumur á topp bestu sumra í Reykjavík.  Slá meira að segja hið goðumlíka sumar 1939 ref fyrir rass.  En þá verður að hafa í huga að það árið eða um sama leyti og heimstyrjöldin braust út varð til viðbótar hlýtt í september.  Venja er að telja september til sumarmánaða og því er réttara við allan samanburð á milli sumra að bíða eftir september.  Og víst er að hann fer af stað með miklum hitum um land allt.

Sennilegt þykir mér einnig að þessa fyrstu átta mánuði ársins hafi heldur ekki verið hlýrra í sögu mælinga í Rvk. en einmitt nú, að undanskyldu árinu 2003.    

Veðurstofan mun næstu daga reikna út fyllri tölur og eins fyrir nokkra aðra staði en Reykjavík. Þar á bæ eru líka ágætar forsendur til endanlegarar röðunar þessa gæðasumars í samanburði við önnur.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 1788784

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband