Jarlinn í hámarki

478899main_hurr_earl_708_1022816.jpgFellibylurinn Eerl eða Jarl er um það bil að ná hámarksstyrk sínum úti á Atlantshafi.  Könnunarflugvél flaug yfir augað í nótt og sleppti kanna.  Hann sendi til baka þær upplýsingar að í miðju væri loftþrýstingur 928 hPa.  Einnig var flogið inn í bylinn og þess getið að við NA-vegg hans væri vindur í 700 hPa fletinum um 140 hnútar (72 m/s).  Áætlaður mesti vindur við jörðu er 125 hnútar (64 m/s).  Allt þetta gerir það að verkum að Earl flokkast sem 4. stigs fellibylur.

Upp úr þessu fer hann að veikjast á leið sinni til NV og síðar NA yfir svalari sjó.  Við það endurnýjast sá gufunararmi sem heldur kerfinu gangandi ekki í nægjanlegum mæli og þrýstingur í miðju tekur að stíga.  Það lítur út fyrir að jaðar fellibylsins sleiki mestan hluta austurstrandar Bandaríkjanna, en miðjan sjálf og hvössustu vindarnir og mestu öldurnar að austanverðu ná ekki landi, nema kannski síðar meir norður undir Nova Scotia eða þar um slóðir. 

Mikill viðbúnaður er í mörgum fylkjum Bandaríkjanna eins og við má búast.

Myndin er tekin af Jarli 30. ágúst úr mönnuðu geimstöðinni ISS.

 

090751w5_nl_sm_1022818.gif


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 1788783

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband