2.9.2010
Hitamet á Grænlandi í dag !
Eins og Óskar Sigurðsson bendir á í athugasemd við færsluna um óvenju hlýtt loft yfir landinu að þá er líka hlýtt sums staðar á Grænlandi. Hann segir að hitinn í dag hafi farið í 23°C í Nuuk. Á veðurkorti Dönsku Veðurstofunnar yfir Grænland má sjá hitatölur frá því í morgun. Þá mældist 21,6°C í flugvellinum í Nuuk.
Danska Veðurstofan, né heldur fjölmiðlar í Danmörku eru ekki farin að fjalla um þessi óvenjulegu hlýindi sem verið hafa í dag langt norður eftir allri vesturströndinni. Samkvæmt þeirri eigin metatöflu yfir mesta mælda hita í hverjum mánuði er mæling dagsins í Nuuk hitamet fyrir september (a.m.k. frá 1958, en það er upphafsár töflunnar.). Skráð hitamet september er 21,0°C í Narsarsuaq 1996.
Í nótt og fyrramálið slær síðan til á austurströndinni, við Scoresbysund og þar um slóðir. Hlýindi loftmassans þar yfir eru með miklum ólíkindum, en niðri í firðinum hefur enn sem komið er ekkert orðið neitt hlýtt. Geri snarpan vind þarna rýkur hitinn hins vegar upp.
Það verður líka fróðlegt að sjá hvernig hitafarið þróast hér á landi á morgun. Í dag varð hæstur hiti 23,0°C á Húsavík og áreiðanlega einn allra besti dagurinn þar. Það merkilega er að loftið er enn að hlýna yfir landinu.
Viðbót 4. sept. Dansk Veðurstofan hefur staðfest 24,9°C í Nuuk og þar með glæsilegt hitamet í septmeber, næstum fjórum stigum hærri hiti en eldra met!
Flokkur: Veðuratburðir hér og nú | Breytt 4.9.2010 kl. 09:01 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 7
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 55
- Frá upphafi: 1788788
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Á flugvellinum við Nuuk fór hitinn í 24,8 stig en 22,8 í bænum.
Sigurður Þór Guðjónsson, 2.9.2010 kl. 22:23
Það er hálf spælandi að hafa rétt misst af þessu þar sem ég var í Nuuk í roki og rigningu um síðustu helgi og mun svalara veðri.
Emil Hannes Valgeirsson, 2.9.2010 kl. 23:14
Hefði ekki Emil verið hálf skringilegt að vera á Grænlandi í þessum óvenjulega hita. Veðrið um síðustu helgina var þó "ekta".
ESv
Einar Sveinbjörnsson, 3.9.2010 kl. 08:09
Jú, það gæti hafa verið skringilegt, nema hvað það er alltaf áhugavert að upplifa ekta óvenjulegheit í veðri.
Emil Hannes Valgeirsson, 3.9.2010 kl. 09:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.