Mjög útlenskt kvöld

Frá ísafirði

Það var óvenju hlýtt myrkrið sem lagðist yfir í gærkvöldi.  Svo hlýtt að maður á þessu alls ekki að venjast.  Mjög óíslenskt í alla staði og man maður ekki annað.  Alla veganna ekki svona seint að sumrinu. Það voru vitanlega hlý síðkvöld í ágúst 2004, þeim gleymir maður seint, en ég tek ekki með þær nætur fyrr að sumrinu þegar rétt svo nær að skyggja og nær því þó.

Af öllum landmönnum held ég að Ísfirðingar hafi nú samt upplifað einna sérstökustu nóttina í veðurfarslegu tilliti.  Þar var hitinn að hækka í allt gærkvöld og náði hámarki um 18,1°C nærri miðnætti.  Hann "féll" síðan niður í 13 stig kl. 02.  Gaman væri að heyra hér í athugasemd upplifun einhvers fyrir vestan á gærkvöldinu.

Eins og ég hef áður rakið að þá er þessi loftmassi sem er yfir landinu nú með hreinum ólíkindum þó svo að hámark hitans á landsvísu í gær hafi orðið lítið eitt lægra en búast hefði mátt annars við.  23 stiga hiti í september er þó bara alveg hreint ágætt, en þó  langt frá meti mánaðarins. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það var svolítið sérstakt að keyra á milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar í nótt um kl. þrjú. Það var rigning og myrkur og 14 stiga hiti.

Gunnar Th. Gunnarsson, 4.9.2010 kl. 11:15

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Á Straumnesvita, hver aftur er farinn að mæla, var hitinn 18,5° kl. 2 í nótt og fór mest í 19,0°. Annars eru það vonbrigði að hitinn skuli ekki hafa farið í 20 stig á Vestfjörðum úr því hann var að gera svona tilhlaup á annað borð.     

Sigurður Þór Guðjónsson, 4.9.2010 kl. 11:17

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

http://www.flickr.com/photos/53151484@N00/4956230819/

Fokker í flugtaksstöðu á Akureyrarflugvelli kl 21.30. Hitamælir í bílnum sýndi 19 gráður.

Jón Ingi Cæsarsson, 4.9.2010 kl. 11:21

4 identicon

Það var eins og þú sagðir óvenjulega heitt um miðnættið.  Var að koma úr vinnu og sérstakt að fá svona heita golu á kinnina,  dagurinn hér á Ísafirði hefur verið heitur og fólkið notið útiverunnar í botn.

Freyja Bjarnadóttir (IP-tala skráð) 4.9.2010 kl. 16:20

5 Smámynd: Pálmi Freyr Óskarsson

Pálmi Freyr Óskarsson, 4.9.2010 kl. 19:57

6 Smámynd: Gunnar Þórðarson

Við hjónin töluðum um að þetta væri eins og á Spáni.  Eftir notalegan kvöldverð með vinum okkar, gátum við ekki fengið okkur til að fara að sofa.  Fengum okkur því göngutúr úr Tunguskógi, þar sem við búum á sumrin, niður í bæ.  Þar var ball í Krúsinni með Trap, sem er gömul hljómsveit úr gaggó, síðan 1970.  Elstu lögin sem þeir spiluðu voru einmitt frá þeim áratuginum.  Geggjað fjör og svo karnival stemming fyrir utan Alþýðuhúsið í hlýrri síðsumarnóttinni.  Við gengum heim í bústað, tæpa fjóra kílómetra, og komum heim um hálf fjögur.  Þetta var hverrar mínútu virði og ekki hægt að eyða slíkri nóttu, meðvitundarlaus í svefni. 

Í göngutúrnum inn í dalinn var greinileg suð-austan átt, og lék hlýr andvarinn við okkur á leiðinni.  Það er ekkert lát á þessu besta sumri sem komið hefur í mínu minni.  Reyndar tel ég að við Ísfirðingar höfum verið sérlega heppnir en sumarið byrjaði snemma í maí og ekkert lát á blíðvirðinu ennþá.  Enda eru ber og sveppir engu lík þetta haustið.

gunnar

Gunnar Þórðarson, 6.9.2010 kl. 10:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 7
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 1788788

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband