Á ráðstefnu í Reading

Sæki þessa vikuna námstefnu eða seminar hjá ECMWF í Reading í Englandi.  Það er alltaf er jafngaman að heimsækja reiknimiðstöðina sem sér aðildarríkjunum fyrir daglegum veðurspám og þ.m.t. Íslandi.  Námstefnan fjallar aðallega um spáhæfni.  Á ensku; predictability in the Europian and Atlantic regions from days to years

picture_5_1024274.pngFyrsta daginn voru nokkrir topp-fyrirlestrar sem fjölluð allir á sinn hátt um eðli og skilning á orsökum veður- og veðurfarssveiflna í Evrópu og á Norður-Atlantshafi.  Erland Kallén, Svíi sem um þessar mundir stýrir veðurrannsóknum við reiknimiðstöðina setti námstefnuna með því að monta sig dálítið af stöðugum betrumbótum í spám ECMWF. Meðfylgjandi mynd er af Erland og gæðamatinu sem hann fjallaði um.

Þennan fyrsta dag spunnust líka umræður um veðurlagsspár, og sérstaklega þriggja mánaða spána frá ECMWF frá því í vetur, nánar tiltekið fyrir jan-mars.  Eins og margir muna var veturinn heldur sérstakur um mikinn hluta norðurhvelsins. M.a. var sérlega kalt í V-Evrópu. Það mátti túlka spána á tvo vegu eftir því hvernig hún var skoðuð.  Frávik á þrýstiflötum og vestanvindum í spánni voru þess eðlis að vísbending um vetrarkulda var einkar skýr.  Hins vegar gerði kortið með yfirborðshitanum ráð fyrir að hitinn um alla Evrópu yrði yfir meðallagi !   Hann heitir Cristhoph Cassau Frakkinn sem gerði þetta að umfjöllunarefni og myndin hér að neðan er úr hans fyrirlestraglærum.

Þetta kennir manni að túlkun spágagna er ætíð vandasöm og maður á aldrei að trúa blint á það sem maður sér á blaði eða korti, nema að gaumgæfa vel kringumstæður.  Þetta gildir vitanlega um allar veðurspár á hinum ýmsu tímakvörðum. 

Christophe Cassou/ECMWF 06.09.10.png


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Einar,

ég er með eina spurninga, algjörlega óháða færslunni þinni, en myndir þú ráðleggja að ungt barn (12 vikna) færi út í vagn í svona mengun eins og er í dag?  Við búum á Laugarásvegi sem er frekar fjölfarin gata, en þó ekkert mjög, og er húsið okkar aðeins fyrir ofan götuna.

Kv. Arna

Arna (IP-tala skráð) 7.9.2010 kl. 15:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband