7.9.2010
Hvenær er óhætt að vera úti ?
Áhyggjufull móðir ungabarns spyr eftirfarandi spurningar;
Myndir þú ráðleggja að ungt barn (12 vikna) færi út í vagn í svona mengun eins og er í dag? Við búum á Laugarásvegi sem er frekar fjölfarin gata, en þó ekkert mjög, og er húsið okkar aðeins fyrir ofan götuna.
Kv. Arna
Þó ég sjái ekki ástandið sjálfur með berum augum má alltaf kíkja á vefmyndavélina á þaki Veðurstofunnar. Móskan er mikil í lofti og SA-strekkingurinn ber fín gosefni og annað ógeð tengdu gosinu m.a. af Markarfljótsaurum yfir borgina. Á svifryksmælinum við Grensásveg sést þróunin þar sem styrkur smálegra agna í loftinu margfaldast um og upp úar hádegi og er nú yfir 350 míkrógrömm.
Reykjavíkurborg bendir á heilsuverndarmörkin 50 míkrógrömm á rúmmetra lofts. Styrkurinn nú er eins og á verstu sögum svifryks frá umferð bíla í stillu að vetrarlagi.
Sjálfur mundi ég aldrei láta mitt eigið barn, nokkurra vikna gamalt út í óloft eins og þetta. Ég held að það segi sig sjálft. Frekar að loka öllum gluggum og bíða af sér þessa "árás" úr austrinu. Það er hins vegar allt annað mál fyrir okkur sem búum að fullþroskuðum og (vonandi) sæmilega heilbrigðum öndunarfærum að þola þetta ástand úti við stund og stund.
Annars er ég þeirrar skoðunar að mikilvægt sé að hafa línurit eins og þetta uppi við, t.d. á fréttamiðlunum, nú eða forsíðu rvk.is. Ekki er nóg að sýna aðeins síðasta mælda gildið að mínu viti heldur líka þróunina sem gefur almenningi fyllri upplýsingar. Það liggur við að sérkunnáttu þurfi til að kalla fram svona línurit af frekar seinvirkum og óaðlaðandi vef umhverfissviðs borgarinnar.
Flokkur: Veðuratburðir hér og nú | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 51
- Frá upphafi: 1788789
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 47
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir svarið :)
Kv. Arna
Arna (IP-tala skráð) 7.9.2010 kl. 21:07
Sæll Einar.
Ég útbjó einskonar kort sem sýnir algeng viðmið vegna svifryksmengunar, sjá:
http://turdus.blog.is/blog/turdus/entry/1072142/
eða
http://research.turdus.net/other/varudpm.htm
Mbk. Þröstur Þ.
Þröstur Þorsteinsson, 8.9.2010 kl. 09:45
Aldrei hafa Vestmannaeyjingar verið varaðir við miklu svifryki. Oft mikið ryk á þeim slóðum og ekki hefur þurft nýlegt Eyjafjallajökulseldgos til. Í slíku veðurlagi hefur skyggni ósjaldan orðið minna en 5 km og alveg niður í 1 km.
Óskar J. Sigurðsson (IP-tala skráð) 8.9.2010 kl. 13:12
Sæl öll
Tek undir með Einari, mundi ekki láta barn sofa úti í svona mengun eins og var þennan dag. Bendi á að einnig er hægt að fylgjast með loftgæðum í Reykjavík á vefnum loftgæði.is eða loftgaedi.is (virkar líka með íslenskum stöfum) Þessi vefur er hraðvirkur og verður uppfærður fljótlega þannig að hann sýni ekki aðeins stöðvar í Reykjavík heldur allar mælistöðvar á landinu.
Þorsteinn Jóhannsson (IP-tala skráð) 14.9.2010 kl. 23:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.