23.9.2010
Nýtt vatnsár jöklanna hafið
Í gær birti upp víða um land og þá mátti hafa not að nýju af MODIS myndum eftir nokkra dag með óhagstæðu skýjafari. Meðfylgjandi mynd er tekinn upp úr miðjum degi í gær, 22. september og hún sýnir vel að í fjöll norðanlands er kominn það mikill snjór að yfirborðið er orðið hvítt á að líta. Mér reiknast til að Á Norðurlandi sé snjór ofan þetta 700-800 metra hæðar og einhver föl jafnvel neðar.
Við sjáum líka að yfirborð jöklanna, Hofsjökuls, Langjökuls og norðanverður Vatnajökull, er orðið mjallahvítt og sér ekki lengur í sumargrámann eða gamla ísinn með sínum ösku- og sandsora. Hann er sem sagt kominn á kaf. Með fyrsta snjónum eftir leysingatíma sumarsins hefst þá nýtt vatnsár jöklanna og þeir eru núllstilltir ef svo má segja.
Við sjáum á rennsli Jökulsár á Fjöllum við Grímsstaði að umskipti verða 16. september og síðan þá hefur rennslið minnkað jafnt og þétt, en dagana á undan hafði það einkenni sumarrennslis með greinilegri dægursveiflu. (myndir er fengin af vef Veðurstofunnar og ágætt að skoða hana stækkaða)
Þessi fyrsti snjór haustsins féll fyrir viku eða svo, en afar breytilegt er eftir árum hvenær þessi umskipti frá leysingu yfir í söfnun fyrninga hefst að nýju. Allt frá því í endaðan ágúst (eða fyrr í einstaka árum) fram yfir miðjan september. Eftir því sem sumarveðráttan verður hlýrri seinkar þessum straumhvörfum að jafnaði og leysingatími jöklanna lengist eftir því.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 50
- Frá upphafi: 1788783
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 48
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það væri gaman að sjá útlínur þessara jökla, teiknaða á myndina eins og þeir hafa verið stærstir frá því land byggðist.
Gunnar Th. Gunnarsson, 23.9.2010 kl. 11:27
sæll og blessaður hvaðan fæður nýjusutu myndir af íslandi
Sigurður Óskarsson (IP-tala skráð) 27.9.2010 kl. 20:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.