Litadýrð í Vík

Þórir N. Kjartansson í Vík tók þessa stórfenglegu ljósmynd af mögnuðum skýjum yfir þorpinu í Vík í síðustu viku.

Litadýrðin var mikil í Mýrdalnum að kvöldi þriðjudagsins 14. september en Þórir notaði tækifærið og bjó til ótrúlega 180° panorama mynd sem er samsett úr 7 myndum.

Upphaflega birtist mynd Þóris á vefnum vik.is, en Guðmundur Karl á Sunnlenska fréttablaðinu hafði samband og bað mig um skýringar á litadýrðinni.  Eftirfarandi texta sendi ég á Sunnlenska og fylgdi hann fréttinni:


14. september var nokkuð hvöss N-átt á landinu.  Sjá má á tunglmyndum bylgjuský sem stafa af Mýrdalsjökli og ná þau um nokkurn veg til sjávar suður fyrir fjöllin.  Ský sem þessi eru nokkuð tíð í veðri sem þessu.  Það sem var hins vegar óvenjulegra að vestan Mýrdals mátti heita að heiðríkt væri.  Geislar lágrar kvöldsólarinnar í vestri áttu því greiða leið að neðra borði skýjanna sem mér sýnist vera í um 3-5 km. hæð.  Þau varpa síðan til baka fagurrauðum roða, en mest verður um rauðu litina  þegar sólarljósið kemur undir litlu horni inn í lofthjúpinn, ýmist við sólarupprás eða sólsetur.   Bylgjuskýin eru ólík öðrum skýjum sem koma af hafi frekar tætingsleg að sjá af jörðu niðri og þar gerir roðann enn tilkomumeiri en annars væri.

vik_14sept2010@Þorir_N_Kjartansson.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Stórkostleg mynd

Höskuldur Búi Jónsson, 29.9.2010 kl. 22:48

2 Smámynd: Njörður Helgason

Þessi mynd Þóris er eitt dæmið um fegurðina í Mýrdalnum.

Njörður Helgason, 30.9.2010 kl. 10:17

3 Smámynd: Einar Sveinbjörnsson

Satt segir þú Njörður !

Einar Sveinbjörnsson, 30.9.2010 kl. 14:00

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Og í þessari sveit bjuggu forfeður mínir í nokkrar aldir.

Sigurður Þór Guðjónsson, 1.10.2010 kl. 18:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 1788782

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband