Leysing á vafalaust þátt í vatnselgnum

543348.jpgNú eftir að stytt hefur upp er gagnlegt að skoða tölur um uppsafnaða úrkomu.   Síðustu tvo sólarhringana, eða frá því kl. 09 á laugardag og þar til á sama tíma í morgun var samanlögð úrkoma 128 mm í Vík í Mýrdal svo dæmi sé tekið af Suðurlandi.  Á sama tíma 111 mm á Skógum.  Nýja úrkomustöðin sem verið hefur í fréttum, þ.e. Önundarhorn undir Eyjafjöllum er enn óaðgengileg á netinu og því hef ég ekki upplýsingar þaðan.

Einna mest sýnist mér hafi rignt í Snæbýli í Skaftártungu eða rúmlega 200 mm (lausleg athugun).  Það verður að segjast eins og er að þó þessi úrkoma sé vissulega mikil er ekkert afbrigðilegt á ferðinni og ég man eftir meiri rigningu sunnanlands en þetta til jafnlengdar í tíma.  Þannig gerði mikið vatnsveður aðeins síðar í september 2008 og ári fyrr rigndi mjög mikið (september 2007).   

Vera má að nokkuð sérstakar aðstæður eigi nú þátt í því hversu mikill vöxtur hljóp í allar ár, sérstaklega jökulvötn og þá er ég ekki að hugsa um gosið eða gjósku á jöklunum í því sambandi.  Á dögunum fjallaði ég aðeins um að greinilegt væri að snjóað hefði að nýju á jöklana í eftir að kólna tók í veðri laust fyrir miðjan mánuðinn.  Nýsnævi mátti greinilega sjá á tunglmyndum (sjá hér).  Ekki veit ég hversu mikil þessi nýja fönn var orðin, en í gær og fyrradag var loftið sem S- og SA-áttin bar með sér það hlýtt að frostmarkshæðin lá lengstum upp í um 2.000 metra hæð og um tíma enn hærra !  Nýi snjórinn er loftmikill og auðleystur. Vatnsgildi hans bætist ofan á alla úrkomuna sem hripar auðveldlega niður í gegnum jökulísinn.

Þegar stórflóðið var í Ölfusá skömmu fyrir jól 2006 var um það talað að talsverður nýr og auðleystur snjór hafi verið fallinn inn á hálendinu sem bráðnaði um leið og hlýnaði samfara miklu úrhelli. 

(meðfylgjandi mynd er úr fórum Ólafs Eggertssonar og birtist á mbl.is í gær)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Önundarhorn á það víst að vera ;)

Pála (IP-tala skráð) 27.9.2010 kl. 12:56

2 identicon

Alautt á Eyjafjallajökli.

Óskar J. Sigurðsson (IP-tala skráð) 27.9.2010 kl. 17:23

3 identicon

http://live.mila.is/eyjafjallajokull-fra-thorolfsfelli/               Allt nýsnævi virðist horfið

Þorkell Guðbrands (IP-tala skráð) 27.9.2010 kl. 17:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 1788784

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband