14.10.2010
Eldingar á Snæfellsnesi
Í dag fór rafmagn af sums staðar á Snæfellsnesi. Eldingaveður í morgun olli straumleysinu. Eldingu laust niður í Ólafsvíkurlínu í Staðarsveitinni. Eldingar valda stundum rafmagnstruflunum, en þó alls ekki oft nú í seinni tíð.
Það háttaði svo til í veðrinu að fyrir vestan landið var lægðarmiðja og kjarni hennar var kaldur eins og það er kallað. Skýjaband eða skúragarður í tengslum við lægðarmiðjuna kom úr vestri yfir Snæfellsnes og Mýrarnar á milli kl. 07 og 08 eða um það leyti sem truflanir urðu. Niðursláttur eldinga mældust einhverra hluta vegna ekki í mælikerfi Veðurstofunnar. Allar aðstæður voru hins vegar til líklegra eldinga, enda verður þeirra oft vart í veðri sem þessu.
Skúragarðinn má sjá á meðfylgjandi tunglmynd frá Dundee. Loftið er óstöðugt vegna kulda í háloftunum og þegar garðurinn kemur af hafi og SV-áttin þvingar loftið yfir Snæfellsnesfjallgarðinn eykur enn á óstöðugleikann þegar teygist á loftsúlunni við það hlaupa eldingar til jarðar til að jafna mun á hleðslu jarðar og hennar sem er ofantil í skýjunum.
Þó engar eldingar hafi komið fram á mælum veit ég til þess að vitni voru að því að einmitt eldingu laust niður í staurastæðu í Staðarsveitinni og stóð hún í björtu báli á eftir.
Viðbót og leiðrétting 16. okt: Orsök rafmagnsbilunarinnar var ekki elding, heldur hefur komið í ljós að línan losnaði úr festingu og slóst við tréstaurinn með miklum eldglæringum. Tímasetningin passaði hins vegar vel við skilin sem voru á leið yfir, en grunsamlegt var að eldingakerfið skyldi ekki nema neina virkni.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt 16.10.2010 kl. 19:41 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.4.): 0
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 54
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 44
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fróðlegt og skemmtilegt að lesa þetta.
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 14.10.2010 kl. 21:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.