2010- Ólíkt farið hér og í Danmörku

Eftir að októbermánuður hefur verið gerður upp hitalega séð er ljóst að árið er það sem af er með því hlýjasta sem hér hefur mælst.  Nánar um hitafarið má lesa hér og meira hér.

Ekki verður auknum gróðurhúsaáhrifunum einum og sér kennt um vænan hitann hjá okkur á árinu, því þær fréttir berast frá Danmörku að þar hafi ekki verið kaldara í 14 ár og það sem af er þessu ári. Danir kvarta nokkuð undantíðinni og segja að ekki nóg með að veturinn hafi verið skítkaldur, heldur ennig framan af sumri og síðan aftur í september.  Mitt sumarið slapp hins vegar betur. 

Þetta er ekki tilviljun, en hitafar Suður-Skandinavíu og N-Evrópu er ágætlega tengt því hérlendis í gegnum Norðuratlantshafssveifluna (NAO)  og breytileika hennar.  Enn skýrari eru andstæðurnar við V-Grænland, en Hans Egede danskur prestur og trúboði tók eftir því svo snemma sem á fyrri hluta 18.aldar að saman fór mild veðrátta á Grænlandi og fremur köld heima í Danmörku og síðan öfugt. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 1788784

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband