3.11.2010
Dimm hríð fyrir vestan og norðan
Áfram er hríðarveður víða norðanlands og á Vestfjörðum og staðbundið kyngir niður snjó. Í gærkvöldi leit út fyrir að lægðardrag úr norðaustri kæmi yfir Norðurlandi nú í morgunsárið og með því versnaði verðu og ofankoma ágerðist. Nú sést að kjarni þessa drags er heldur vestar, eða yfir Húnaflóanum. Spákort HIRLAM sem hefur gildistíma kl. 12 í dag 3. nóv sýnir þessa stöðu vel. Dökkgræni flekkurinn í miðju gefur til kynna 5-10 mm úrkomu á 3 klst.
Það er því ekkert lát á dimmri hríðinni á Vestfjörðum (skárra þó á Suðurfjörðunum), norður Strandir og austur fyrir Blönduós. Þar fyrir austan er ekki jafn samfelld og dimm snjókoma, slæmt samt. Síðdegis fer þetta að lagast eitthvað, en þó rofar nú ekki til að viti fyrr en í kvöld eða nótt. Veðrið nær suður í Dali og Borgarfjörð að einhverju marki og meira að segja við Faxaflóa má gera ráð fyrir éljum og snjókomu um tíma síðdegis á meðan dragið er að fara suðsuðvestur yfir landið.
Holtavörðuheiðinni var lokað í gær og ég sé ekki betur en að þar verði áfram vandræði í dag vegna slæms skyggnis og ófærðar. Sama á við með Bröttubrekku. Samgöngur á milli þessara landshluta verða því að öllum líkindum úr lagi gengnar, áfram í dag ef fer sem horfir.
Flokkur: Veðuratburðir hér og nú | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 49
- Frá upphafi: 1788782
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 47
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.