Opnun í Bláfjöllum

Bláfjöll_8nóv2010.pngMæld úrkoma í Bláfjöllum er um 85 mm síðustu vikuna, eða frá byrjun nóvember.  það er í sjálfu sér ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að hún hefur nánast öll fallið sem snjókoma.  Kominn er ágætasti skíðasnjór og spennandi að sjá hvort opnað verði fyrr í Bláfjöllum, heldur en í Hlíðarfjalli sem er vopnað er öllum sínum snjóbyssum.

Eftir því sem ég best veit hefur skíðasvæðið í Skarðsdal á Siglufirði eitt skíðasvæða landsins verið opnað.  En á öllum svæðunum er nú þegar kominn talsverður snjór jafnt  fyrir vestan, norðan sem austan.  Skíðafólk getur því tekið gleði sína nú þegar vetrarveðrátta getur talist eðlileg. 

Hann var frekar seinheppinn borgarstjórinn í Reykjavík í kvöld, þegar hann sagði að spara mætti milljónir í rekstri Bláfjalla með því að loka svæðinu, því "þar væri aldrei snjór "

Veðurspáin gerir ráð fyrir því að næstu 7 til 9 dagana hið skemmsta verði fremur svalt ef ekki kalt á köflum og snjórinn til fjalla er því ekkert á förum og heldur að það bæti á hann. Reyndar er það svo að milt loft á nokkuð erfitt uppdráttar þessa dagana að ná alla leið hingað til Íslands.  Það beinist nú í talsverðum mæli austur yfir meginland Evrópu og á meðan verður vindur á milli austurs og norðurs ríkjandi á okkar slóðum.  

Myndin var tekin í dag, mánudaginn 8. nóv, troðarar að störfum og snjórinn sýnist nægur.  Ljósm. Sveinn Gauti Einarsson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Einar,

Mig minnir að Bláfjöll hafi verið opin í 5  daga skíðaárið 2009 til 2010. Þú leiðréttir mig ef ég fer með rangar tölur. Eitt veit ég þó að dagarnir fóru ekki í tveggja stafa tölu. Síðustu árin hefur rekstrargrundvöllur Bláfjalla verið enn minni en sem áður var. Því ætti kannski að fara að leita af næsta skíðasvæði Höfuðborgarbúa? Ég sting upp á fjöllinn í nágrenni við Þingvöll, þ.e. norðanmegin, í h

Kveðja,

Jóhann

Jóhann Grétar Kröyer Gizurarson (IP-tala skráð) 9.11.2010 kl. 09:49

2 identicon

....í hlíðum Botnsúlna.

Jóhann Grétar Kröyer Gizurarson (IP-tala skráð) 9.11.2010 kl. 09:49

3 identicon

"Það kostar borgina 87 milljónir á vetri að reka skíðasvæðið í Bláfjöllum. Í fyrra var aðeins opið þar í fimm daga en fjörutíu starfsmenn voru á fullum launum frá janúar og fram í apríl."

Lofar veðurfræðingur snjóþungum vetri? 

Jóhann (IP-tala skráð) 9.11.2010 kl. 10:38

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Get ómögulega séð að vetrarríki sé eitthvað jákvætt fyrirbrigði. Það veldur samgönguerfiðleikum og alls konar vandræðum, mörgun beinbrotum t.d. Hvað ætli þeir séu margir annars sem fara á skíði miðað við þann fjölda sem aldrei ferá skíði? Snjóþynglsi á suðurlandi til lengdar, t.d. heilan vetur, er ekki sérlega normalt ástand.  Ef þetta er rétt hjá Jóhanni um 87 miljónir, fimm daga og 40 menn á fullum launum í fimm mánuði er þar um að ræða ótrúlegt bruðl þar sem mikið mætti spara.

Sigurður Þór Guðjónsson, 9.11.2010 kl. 12:02

5 identicon

En gaman að það skuli verða svona kallt næstu vikuarn, eða þá hitt þó heldur.

Sammála Sigurði Þór Guðjónssyni, sé bara ekkert jákvætt við vetrarríki.

Það virðist vera að veturinn hér á landi ætli að verða kaldur í ár, öfugt við síðast vetur sem var mjög hlýr.  Þá var aftur á móti kalt í N/V-Evrópu.

Við eigum því von og kaldri, langri og leiðinlegri tíð næstu mánuði. 

Kjánarnir hjá Loftslag.is ættu vonandi loksins að verða ánægðir, eða hvað?  Þeir eru alltaf að reyna að "sanna" það að dómsdagur sé í nánd vegna hlýnunar Jarðar.  Fæ ekki betur séð en að því hafi verið frestað með þessum kulda sem við fáum næstu mánuði.

Best að fara að kíkja á tilboð á þriggja vikna sólarferðum í janúar til að alda þetta út.  Ekki er á bætandi í kreppunni.

Bíddu, varst það ekki annars þú Einar, sem spáðir því að hlýrra yrði hér á landi fram að jólum en í meðalári vegna "hagstæðra" loftstrauma?

Fæ ekki betur en að þessi spádómur hafi snúist upp í andhverfu sína.

Ingólfur J. Andrésson (IP-tala skráð) 9.11.2010 kl. 16:00

6 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Ingólfur:

Númer 1), við höfum ekki á loftslag.is verið að reyna að sanna neitt um dómsdag, það er bara ekki rétt hjá þér Ingólfur, við bendum á það sem vísindin hafa um loftslagsfræðin að segja og einnig höfum við verið tiltölulega duglegir að benda á lausnir.

Númer 2, við höfum ekki verið með neina sérstaka spádóma um veðurlag á Íslandi í vetur.

Númer 3) þá tel ég að það sé töluverð óvissa um hitastig í vetur á Íslandi (sem er rétt að byrja, mánuðirnir á undan hafa verið hlýjir) þó að loksins komi nokkura daga kafli með venjulegu vetrarveðri á Íslandi. Það er alls ekki hægt að heimfæra þennan kafla upp á veðrið sem ekki hefur orðið restina af vetrinum. Veturinn getur svo sem alveg eins orðið kaldur, allavega spáir Sigurður Þór miklum harðindum (hvernig sem maður á að skilja það), en það er fullsnemmt að orða það sem svo að veturinn sé orðinn kaldur.

Númer 4) hitastig í heiminum hefur sjaldan verið hærra en upp á síðkastið (Ísland er ekki hitamælir alheimsins).

Númer 5) árið sem er að líða mun væntanlega enda sem eitt af þeim hlýjustu síðan mælingar hófust (bæði á Íslandi (Reykjavík) og á heimsvísu)

Kannski Ingólfur ætti að kynna sér málin aðeins nánar áður en hann fullyrðir um hvað við á loftslag.is höfum sagt eða eitthvað um hitastig vetrar sem er rétt að byrja og er enn sem komið er tiltölulega hlýr.

Sveinn Atli Gunnarsson, 9.11.2010 kl. 16:24

7 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Spá mína um vetrarharðindi ber auðvitað að skilja sem djók hvert ég hef lært af íslensku annálum! Í sannleika sagt hef ég enga sérstaka trú á hörðum vetri, þó ég viti svo sem ekkert um það,  þrátt fyrir smávegis kuldakast núna.

Sigurður Þór Guðjónsson, 9.11.2010 kl. 19:32

8 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Má bæta við að tíðina núna tel ég ekki alveg ''venjulega'' eftir árstíma heldur nokkuð þar fyrir neðan þó oft komi auðvitað svona veður á þessum árstía en líka oft annars konar veður. En það er ekki hægt að segja: Jæja, þetta er nú einmitt það veður sem er ''eðlilegt'' eftir árstíma. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 9.11.2010 kl. 19:36

9 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Já, ég átti einmitt von á að það byggi einhver húmor að baki spánni þinni um harðindi Sigurður ;)

En þetta veður sem er í gangi núna er svo sem ekkert öfgaveður enn sem komið er allavega, við getum verið sammála um það í það minnsta og er í raun eitthvað sem getur átt sér stað yfir vetrartímann á Íslandi. Það er því ekki hægt að segja að veturinn sé harður enn sem komið er, hvað sem hugsanlega gerist síðar.

Sveinn Atli Gunnarsson, 9.11.2010 kl. 20:35

10 identicon

Gaman að les þessar hugleiðingar í tilefni af pistli Einars. Vissulega er kallt þessa daganna. Hér í Hrútafirðinum er nu um 10 stiga frost. Mér finst að í flestum árum geri vetrarkafla um þetta leyti og síðan komi aftur góður kafli ef maður sleppir köldu árunum eftir 1965.

Gunnar Sæmundsson (IP-tala skráð) 10.11.2010 kl. 11:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 7
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 1788788

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband