Veðurorð á degi íslenskrar tungu

picture_241_1042761.pngÍ tilefni dagsins datt mér í hug nokkur lýsandi orð fyrir veður eða það sem tengist veðri.  Sum þeirra veit ég að eru upprunin úr málinu, þó svo að ég hafi orðsifjarnar ekki allar á hreinu. Önnur hafa verið þýdd úr erlendum málum á síðustu 50-100 árum.  Ég læt þessi fallegu veðurorð standa ein og sér, án frekari útskýringa.

  • Hitahvarf
  • Rosabaugur
  • Elding
  • Gufuhvolf
  • Dalalæða
  • Hnjúkaþeyr
  • Él
  • Fellibylur
  • Dulvarmi
  • Byr
  • Hrím

Að lokum koma hér tvö nýrri, afbragðsþýðingar og eiga eftir að festa sig í málinu.

  • Fjölvitni (proxy data) - úr veðurfarsfræðinni.
  • Iða (vorticity) - úr straumfræði.
Veðurfræðifélagið birtir veðurorðasafn á síðu sinni vedur.org.  Sjá hér.

Mynd: Hrím í Fnjóskadal 2005.  Ljósm. Jón M. Jónsson

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 1788783

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband