26.11.2010
N-Evrópa kólnar
Hér kemur spá um fréttaflutning af erlendum fréttaflutningi næstu daga. Búum okkur undir það að fá fréttaskeyti að utan sem greina frá vetrarkuldum í Evrópu. Um helgina fáum við nokkrar fréttir af miklum gaddi í Noregi, Svíþjóð og jafnvel Danmörku. Einnig af fannfergi í N-Englandi og Skotlandi. Fljótlega í kjölfarið, á þriðjudag eða miðvikudag verður að öllum líkindum sagt frá hríðarveðri og líklega miklum umferðarvandræðum í N-Frakklandi, Niðurlöndum og þar um slóðir. Mögulega fylgja líka tíðindi af staðbundum stórrigningum við Miðjarðarhaf, t.d. syðst á Spáni eða í Alpahéruðum Ítalíu.
Meðfylgjandi hitakort sýnir ástand mála á hitamælum álfunnar í morgun, 26. nóv. (Svíþjóð vantar þó). Smellið á kortið í tvígang til að fá fulla upplausn. Kalda loftið er smámsaman að breiða úr sér suður á bóginn úr norðri og norðaustri. Fyrirstöðuhæðin við Ísland kemur í veg fyrir að milt loft komist að utan af Atlantshafi. Þetta uppbrot vestanvindsins í háloftunum sem þessu fylgir hefur margvíslegar afleiðingar fyrir veðurfarið, einkum austan fyrirstöðuhæðarinnar.
Ekki aðeins að meginland Evrópu kólnar hægt og bítandi, heldur líka gerist það að raki berst frá Atlantshafinu sunnarlega inn yfir Miðjarðarhafinu, þar sem nóg er af honum fyrir á þessum árstíma. Þetta raka loft þvingast síðan með suðlægum lægðum í veg fyrir kuldann í norðri. Fyrir vikið getur snjóað allmikið á mörkum þessa ólíku loftmassa. Það má segja að hinn mikli hitamunur sem oftast er vel sýnilegur á mörkum hlýsjávar Golfstraumsins og hins kalda meginlands N-Ameríku (oftast skammt sunnan við Nýfundnalands) hafi flutt sig um set í bili. Átakasvæðið í veðrinu er þannig komið inn yfir miðja Evrópu um sinn, nokkuð sem ekki sést oft.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 50
- Frá upphafi: 1788783
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 48
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Einar,
Mig langar að benda þér á að frostið fór -32,3 C° í Röros í Noregi í nótt (1132 m.y.s.). Reyndar er það enginn tíðindi að veturkuldi sé á þeim slóðum, en þar sem Desember er ekki einu sinni byrjaður, að þá telst þetta nú nokkur stórtíðinidi.
Kveðja,
Jóhann
Jóhann Grétar Kröyer Gizurarson (IP-tala skráð) 26.11.2010 kl. 11:33
....svona talandi um Noreg, að þá var ekki langt í að 131 árs gamalt kuldamet hefði verið slegið í Þrándheimi síðastliðna nótt. Þá fór frostið í -18 C° (Metið -18,7 C°).
Jóhann Grétar Kröyer Gizurarson (IP-tala skráð) 26.11.2010 kl. 16:44
Takk Einar. Margir höfðu spáð því að svona myndi fara. Verið getur að loftslagsbreytingar af mannavöldum hafi nú þegar veikt streymi hlýs sjávar til norðurs nógu mikið til þess að það hafi sýnileg áhrif á veðurlag Evrópu. Það verður gama að fylgjast með þessu í framtíðinni.
Hörður Þórðarson, 27.11.2010 kl. 00:48
Þetta hefur nú gerst áður án þess að menn hafi komi þar nærri. En úr því að menn eru farnir að skipta sér að því er viðbúið að allt eigi eftir að fara á versta veg.
Sigurður Þór Guðjónsson, 27.11.2010 kl. 01:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.