1.12.2010
Óvenjumiklar hitasveiflur
Vegfarandi sem er staddur undir Eyjafjöllum á austurleið er þar í +7°C og snarpri V-golu. Austur í Mýrdal er ekki jafn milt, en hiti samt yfir frostmarki. Þegar komið er yfir brúna á Múlakvísl, snarbreytist ástand mála og á Mýrdalssandi mældust -5°C á sama tíma.
Þetta er 12 gráðu munur á tveimur stöðum sem liggja álíka sunnarlega og tiltölulega stutt á milli í loftlínu. Milda loftið úr vestri flýtur yfir Mýrdalssand og niðri við jörð heldur sig kalt og þungt loft sem komið er ofan af hálendinu niður meðfram Mýrdalsjökli. Með öðrum orðum, Mýrdalsjökull virkar eins og þröskuldur í V-áttinni og eftir situr kuldapollur á stóru svæði á Sandinum og austur í Skaftártungu og á Síðu.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 3
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 51
- Frá upphafi: 1788784
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 49
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.