8.12.2010
1054,5 hPa 16. des 1917
Í desember 1917 mældist ákaflega hár loftþrýstingur hér á landi, reyndar sá næst hæsti frá upphafi samfelldra mælinga, sem þá þegar áttu nær 80 ára sögu.
16.desember 1917 teygði gríðarvoldugt háþrýstisvæði anga sína að norðan yfir Ísland. Í Stykkishólmi mældist þennan dag 1054,5 hPa. Loftþrýstingur yfir 1050 hPa er næsta sjaldgæfur hér á landi, kemur fyrir við afbrigðilegar aðstæður á nokkurra áratuga fresti.
En hvers vegna skyldi þetta vera vera umfjöllunarefnið nú ?
Reiknaðar tölvuspár fyrir 15 til 16. desember gera nefnilega annan daginn í röð ráð fyrir því að fyrirstöðuhæðin gamalkunnuga verði svo öflug um þetta leyti að þrýstingur við yfirborð gæti orðið milli 1050 og 1055 hPa. Fari svo þarf mögulega að horfa til þessa dags í desember fyrir meira en 90 árum.
Meðfylgjandi spákort er frá GFS, það nýjasta þegar þetta er skrifað og gildir kl. 00, þ. 16. des. Háþrýstisvæðið er samkvæmt þessu allt að því með ólíkindum bæði hvað varðar þrýsing við yfirborð og ekki síður gerð og einkenni loftsins hærra uppi.
Ég á nú eftir að sjá þetta ganga eftir. Trausti gerir þessum horfum líka skil og með álíka undrunartón.
Flokkur: Veðuratburðir hér og nú | Breytt s.d. kl. 23:53 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 7
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 55
- Frá upphafi: 1788788
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er eins og ég hef verið að segja: heimsendir er í nánd. Og gjöri allir stóra iðran!
Sigurður Þór Guðjónsson, 9.12.2010 kl. 00:35
Ef þetta gengur eftir á fyrirstöðuhæðin skilið aðdáendasíðu á fésbókinni ;)
Ari (IP-tala skráð) 9.12.2010 kl. 00:51
EF thetta er svipad 1917 getum vid tha gert rad fyrir eins miklum frostavetri og 1918 a Islandi og jafnvel a nordurløndum.
Kvedja fra Danmørku
Helgi (IP-tala skráð) 9.12.2010 kl. 11:51
Nú klukkan 11:00 kom nýtt kort inn á wetterzentrale.de og þar lítur út fyrir að mikið norðaustanáhlaup verði þ. 18.12. En..........þetta er spá og spár rætast nú ekki alltaf!
Þorkell Guðbrands (IP-tala skráð) 9.12.2010 kl. 12:45
Þorkell !
Ástandi því sem spáð er í næstu viku lýkur gjanan með áhlaupi eða útrás heimskautalofts til suðurs. Oftar en ekki beint yfir landið, en líka er til í dæminu að kjarni þess fari fyrir austan land.
ESV
Einar Sveinbjörnsson, 9.12.2010 kl. 16:52
Ég hef tekið eftir að í GFS-spánum á http://www.weathercharts.org/wetterzentraleGFSforecast.htm er loftþrýstingurinn oft eitthvað undarlegur. Það er ekkert mjög sjaldgæft að spáð sé 1060 mb í Grænlandshæðinni og fyrir 1-2 vikum sá ég spáð 1075 (!!) mb. Ég hef aldrei séð svona spár rætast - hæðin kannski á réttum stað miðað við það sem svo gerist en þrýstingurinn alltof hár í spánni. Þessar háþrýsingsspár hafa ekki bara verið svona núna. Einhverntíma sl. vetur eða vor tók ég sérstaklega eftir að spáð var 1060 mb yfir Grænlandi og fannst það undarlegt.
Og nú er spáð 1065 mb í Grænlandshæðinni um miðja næstu viku.
Björn Jónsson (IP-tala skráð) 9.12.2010 kl. 21:21
Nú kom ný 9 daga spá frá Wetterzentrale.de og þá virðist svo sem að þegar kemur fram á 18.12. fari veðurfar að detta í "eðlilegt" horf!
Þorkell Guðbrandsson (IP-tala skráð) 10.12.2010 kl. 11:38
En loftþrýstingurinn í þessum GFS spám er stórfurðulegur, nú er spáð 1075 mb yfir Grænlandi um miðja næstu viku sem í ljósi reynslunnar er varla líklegt að gangi eftir.
Björn Jónsson (IP-tala skráð) 10.12.2010 kl. 13:25
Þessi þrýstingsmunur, sem spáð er milli lægðar við Svalbarða og háþrýstisvæðis yfir Norður-Grænlandi á miðvikudag og fimmtudag í næstu viku er eiginlega með hreinum ólíkindum. Maður hikstar svolítið á að trúa þessu, tek undir með Birni Jónssyni.
Þorkell Guðbrands (IP-tala skráð) 10.12.2010 kl. 14:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.