10.12.2010
15°C á Kvískerjum
Loftið yfir landinu er mjög milt og hvað hlýjast ofan fjalla getum við sagt. Snörp V-áttin sem nú er ráðandi getur beint lofti úr hæð og niður á láglendi fyrir tilverknað hárra fjalla sem trufla vindröstina. Við niðurstreymi loftsins hlýnar það töluvert.
Á Kvískerjum undir háum Öræfajöklinum hefur í tvígang mælst nokkuð hár hiti af þessum völdum. Annars vegar í gærkvöldi og síðan aftur í morgun. Við búum svo vel að hafa tvo vindmæla, annan á sjálfvirkri stöð heima við bæ og hinn niður við þjóðveg. Sá hefur hást farið í 15,6°C og hinn í 15,1°C (í gærkvöldi). Línuritið er frá vegagerðarstöðinni.
Ekki er útilokað að einhvers staðar á Austfjörðum geti á næstu klst. mælst svipaður hiti, en mér þykir það þó frekar ósennilegt, því allra mildast loftið er farið hjá.
Í morgun þurfti að fara suður til Sikileyjar eða til Spánar við Gíbraltarsund til að finna áþekkan hita. Á meginlandi Evrópu er frekar kalt, en hins vegar er tiltölulega milt á Bretlandseyjum í dag rétt eins og hér hjá okkur.
Viðbót: Að kvöldi 10. des náði hitinn 17,5°C á Kvískerjum. Sjá nánar hér.
Flokkur: Veðuratburðir hér og nú | Breytt 11.12.2010 kl. 09:36 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 7
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 55
- Frá upphafi: 1788788
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nú komu nýjar spár frá wetterzentrale.de um kl. 11:00 og þá er að sjá sem veðurfar fari að hrökkva í algengara ástand frá og með 18.12. - þ.e.a.s. ef spáin stenst!
Þorkell Guðbrandsson (IP-tala skráð) 10.12.2010 kl. 11:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.