13.12.2010
Fyrsta veðurafsögn ráðherra ?
Hélt fyrst að þessi frétt væri grín eða eitthvert skoskt afbrigði við 1. apríl. En þetta er víst rétt. Samgönguráðherrann segir af sér vegna umferðartafa sem mikil snjókoma orsakaði. Auðvitað ræður ráðherrann ekki við náttúruöflin, en væntanlega hefur mikil reiði brotist út vegna þess að ófærðin hefur komið mörgum ökumanninum í opna skjöldu.
Ef hægt er að rekja að upplýsingar eða miðlun á veðurspám hafi að yfirlögðu ráði verið haldið frá vegfarendum skilur maður kannski þessa afstöðu, en ólíklegt þykir mér að slík hafi verið raunin. Eins er það ansi langt til seilst að krefjast afsagnar hafi veðurspá verið ónákvæm eða beinlínis röng. (Man þó eftir því að einhvers staðar var yfirmaður viðkomandi veðurþjónustu látinn taka pokann sinn við þess konar aðstæður).
Ætli hin raunverulega ástæða afsagnar Stewart Stevenson sé ekki frekar sú að í öllu fjölmiðlahavaríinu hafi Stevensson í upphafi ekki sagt satt og rétt frá og það komið honum í vandræði, Sem sagt hans viðbrögð í fyrstu frekar en að ófærðin, veðrið eða mögulega ónógar eða misvísandi viðvaranir hafi knúið hann til afsagnar ?
Sagði af sér vegna snjókomu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Utan úr heimi | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 50
- Frá upphafi: 1788783
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 48
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nokkuð ljóst að hefði þessi náungi verið ráðherra á Íslandi hefði hann ekki þurft að segja af sér og trúlega hefði hann fengið góða orðu og feitt embætti að lokinni "þjónustu" í pólitík.
Þorkell Guðbrandsson (IP-tala skráð) 13.12.2010 kl. 14:12
Ástæða afsagnarinnar er sú að í fyrra olli veðurfar miklum töfum og téður ráðherra lofaði að þetta myndi ekki koma fyrir aftur og að skoska vegagerðin myndi vera betur í stakk búin til að takast á við mikið snjófall. Það stóðst ekki og því sagði hann af sér.
Ein ástæða þess er að eina stórvirka brauðframleiðslan í Skotlandi er í Glasgow og því var landið svotil brauðlaust í nokkra daga.
Nafnlaus (IP-tala skráð) 13.12.2010 kl. 18:30
Er þessi afsögn ekki til marks um hnignun stjórnmálanna á Vesturlöndum? Fólk er hætt að gera sér grein fyrir orsök og afleiðingu og fjölmiðlar róa svo undir allri vitleysunni í von um meira áhorf, sölu og athygli. Síðan erum við steinhissa á því að almennilegt fólk forðist að taka að sér stjórnmálastörf í þágu almennings, fyrir lág laun og almennan rógburð fjölmiðlanna um hagi þess og aðstæður.
Gústaf Níelsson, 13.12.2010 kl. 23:25
Fyrsta afsögn sem ég hef heyrt af vegna veðurs.
Það mesta sem ég man eftir var að veðurstofustjóri Danmerkur baðst opinberlega afsökunar í júlí 2007 þegar rigndi köttum og hundum (kom sjálfur úr mánaðarsól í júní í R.vík og í ausandi veður á Hróarskelduhátíðinni þar sem mynduðust stöðuvötn og fólk flúði) Fann eina frétt með smá googli: http://politiken.dk/cci/ECE338411/dmi-chef-siger-undskyld/
p.s. hvenær var það á 9 áratugnum þegar var mikið rigningarsumar í R.vík og fólk fór að Veðurstofunni með mótmælaspjöld að gamni sínu?
Ari (IP-tala skráð) 14.12.2010 kl. 01:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.