Skörp kuldaskil á leið yfir landið

Met_Office 15.des kl.00.pngÁ meðfylgjandi greiningarkorti á frá hinni bresku Met. Office  má sjá kuldaskil fyrir norðan land.  Greiningin er frá miðnætti (15.des) og þessi kuldaskil eru á fleygiferð til suðurs.  Djúp lægð er norður á Framsundi  og hún ásamt hæðinni yfir vestanverðu Grænlandi beina nú til okkar jökulköldu heimskautalofti.

Ég kalla þetta stundum fasaskipti sem nú eru að eiga sér stað.  Fyrirstöðuhæðin þokast til vesturs og það skiptir frá mildri SV-átt yfir í þennan kalda NV-vind í svo að segja í einni sjónarhendingu.

Kl.06 var komið vægt frost á Raufarhöfn á meðan enn var 9 stiga hiti á Egilsstöðum og 10°C voru á Akureyri á sama tíma.  Þar má búast við að frysti um og fyrir hádegi.  Hitafallið er því óvenju skarpt og mikið og komið verður frost um land allt í kvöld.

Segiði svo að hér sé ekkert um að vera í veðrinu! Handan skilanna er loftið frekar þurrt og því ekki búist við snjókomu eða éljum fyrir norðan og austan fyrsta kastið.    

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Þórðarson

Ömurleg greining hjá Met. office. Hvað fíflalegu hitaskil eru þarna yfir landinu?

Hörður Þórðarson, 15.12.2010 kl. 12:12

2 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Þá spyr maður í framhaldinu. Eru skil á svona kortum í dag gerð af veðurfræðingum eða verða þau til sjálfkrafa í tölvum?

Emil Hannes Valgeirsson, 15.12.2010 kl. 13:45

3 Smámynd: Hörður Þórðarson

Sjálfkrafa í tölvu held ég, að minsta kosti í þessu tilfelli. Þar sem ég vinn eru þau ennþá gerð af veðurfræðingum, sem betur fer.

Hérna er eitt sem yðar einlægur var að greina:

http://www.metservice.com/national/maps-rain-radar/maps/tasman-sea-nz-colour-latest

Hörður Þórðarson, 15.12.2010 kl. 14:01

4 identicon

Svo sýnist manni á hafískorti frá í gær að þegar vindur fer að blása rösklega af N - NNV eins og nú er raunin, líði ekki langur tími þar til Húnaflóinn verður orðinn fullur af ís. Spennandi eða hitt þó heldur. Hvar í veröldinni ert þú að vinna núna, Hörður Þórðarson, veðurfræðingur?

Þorkell Guðbrandsson (IP-tala skráð) 15.12.2010 kl. 15:19

5 Smámynd: Hörður Þórðarson

Á Nýja Sjálandi.

Hörður Þórðarson, 15.12.2010 kl. 15:20

6 identicon

Ja, há, bara andfætlingur! - Þá gef ég mér að þú vinnir vaktavinnu, fyrst þú ert á fótum þegar klukkan er 15:20 á Íslandi, því ég man ekki betur en NZ sé 11 tímum á undan okkur hér? Fyrirtækið, sem ég vann hjá var í miklum samskiptum (og er enn held ég) við fyrirtæki á NZ sem heitir Gallagher og framleiðir m.a. rafgirðingar og ýmsan búnað tengdum girðingum og beitarstýringu. Samskiptin við þá voru alltaf mótuð af því að þeir voru vakandi þegar við sváfum! Telexið var notað fyrir daga tölvanna. Farnist þér vel þarna hinumegin!

Þorkell Guðbrandsson (IP-tala skráð) 15.12.2010 kl. 20:15

7 Smámynd: Hörður Þórðarson

Já, ég er í vaktavinnu og finnst það alveg frábært, hef verið í vaktavinnu nánast alla tíð. Núna er klukkan hérna að verða 5 um eftirmiddag og ég er ný vaknaður og búinn að fá mér kaffi. Hafðu það líka mjög gott, Þorkell.

Hörður Þórðarson, 16.12.2010 kl. 03:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 7
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 1788788

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband