16.12.2010
Foráttuhvasst á Austfjörðum
Ekki er hægt að segja annað en að veður sé mjög slæmt á Austurlandi þessa stundina og sérstaklega á Austfjörðum. Þegar þetta er skrifað kl. 12 hefur vindmælirinn á Seyðisfirði slegið í 48 m/s. Jöfn veðurhæð á Vatnsskarði eystra hefur verið hægt vaxandi í morgun og er nú 35-38 m/s.
Þarna blæs af NV og strengurinn sem nær inn á austanvert landið er kjarni hins mikla þrýstistiguls frá lægð djúpt austurundan og 1049 hPa háþrýstisvæðis á Grænlandshafi. Lægðin er á leið til suðurs. Vindur eykst á þessum slóðum mjög með hæð og tengist norðan vindröst í háloftunum. Sú vindátt er vitanlega ekki algeng og fremur fátítt að hún nái slíkum styrk sem nú.
Horfur eru að að óveðrið fyrir austan haldist fram undir kvöld og jafnvel herði lítið eitt á vindi enn. En merkilegt þykir mér ef eitthvað lætur ekki undan þegar sviptivindarnir standa af fjöllum og þvert niður í fjarðarbotnana.
Kortið er af vef Veðurstofunnar og gildir kl. 12 í dag, 16. des.
Flokkur: Veðuratburðir hér og nú | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 7
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 55
- Frá upphafi: 1788788
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.