Hafísinn og kaldur sjór

Meðfylgjandi tunglmynd Ingibjargar Jónsdóttur frá því fyrr í dag (16. des) segir allnokkra sögu.  Hafa verður í huga að þetta er hitamynd og kalt yfirborð verður grátt eða hvítt samanborði við það svartara þar sem hlýrra er. Yfirborð hafíssins er kalt, en það er líka sjórinn næst honum sem er 0°C, Hann getur jafnvel verið ívið kaldari en það.

ismynd16122010.jpgHafísjaðarinn er ekki mjög skýr en það eru hins vegar skilin á milli kalda- og hlýsjávarins.  Það má sjá einkenni nýmyndaðs íss í "vökinni" á milli tungunnar sem teygir sig til austurs úti af Húnaflóa og meginíssins í Austur-Grænlandsstraumnum.  Þessi nýmyndun er norðarlega og hafsvæðinu og hefur greinileg einkenni, jafnvel á hitamyndinni.  

Það er vissulega athyglisvert að sjá hvað kaldi sjórinn hefur náð mikilli útbreiðslu síðustu 10-15 dagana og hvað hann er kominn nærri landi í raun.  Hafísógnin nú er ekki eingöngu af völdum meginíssins sem kominn er norðan úr Íshafinu, heldur einnig vegna þess að sjórinn er greinilega að frjósa í nokkrum mæli hér djúpt norðurundan.

En þá er ágætt að hafa í huga gamla máltækið sem segir: Sjaldan er mein af miðsvetrarís.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hafíssíður Veðurstofunnar og Jarðvísindastofnunar virðast ekki uppfærðar og því hefur maður fátt á að byggja nema erlendar upplýsingar einu sinni í viku, t.d. koma nýjar upplýsingar hjá þeirri dönsku á mánudögum. - Það berast náttúrulega fáar og takmarkaðar fréttir af hafís í veðri eins og nú gengur yfir, en mann mundi ekki undra þótt hafís færi að reka á fjörur við Litlu-Ávík áður en dimmir núna í eftirmiðdaginn.

Þorkell Guðbrandsson (IP-tala skráð) 17.12.2010 kl. 12:41

2 identicon

Er þetta bara ekki merki um það að ekki sé að hlýna á Jörðinni?

Annað sem ég tel að bendi til þess að ekki sé að hlýna á Jörðinni, eru hinir miklu kuldar í Norður- og Mið-Evrópu, kuldar og í Kanada og Bandaríkjunum, mikli snjóar í Kína, Kóeru og Japan sl. vetur.

Ég hef lika oft velt því fyrir mér, að munu loftlagssérfræðingar, sem standa fyrir ráðstefnum um hlýnum Jarðar, gera ef í ljós kæmi að það færi kólnandi á Jörðinni.  Hvað heldur þú, Einar?

Hjörtur B. Sigfússon (IP-tala skráð) 17.12.2010 kl. 12:59

3 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Hjörtur, þó að það sé kalt einhversstaðar staðbundið, þá fellir það ekki í sjálfu sér rannsóknir og mælingar vísindamanna, sjá t.d. mýtuna - Það er kalt á Klonke Dinke og því er engin hnattræn hlýnun. En ég get lofað þér því að ef það byrjar að kólna, t.d. tímabundið, þá munum við sjá það út úr þeim mælingum sem eru til um hitastig í heiminum...

Svo má heldur ekki gleyma að nóvember var heitasti nóvember síðan mælingar hófust og árið í ár getur hæglega orðið það hlýjasta síðan mælingar hófust, sjá NASA – Hlýjasti nóvember frá upphafi mælinga. Þannig að kuldar í Norður-Evrópu og í hluta BNA eru ekki það sama og meðalhitastig á Jörðinni, þó einhverjir haldi því fram...

Sveinn Atli Gunnarsson, 17.12.2010 kl. 14:13

4 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Heimur kólnandi fer...  

Ágúst H Bjarnason, 17.12.2010 kl. 15:46

5 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Í hvaða sýndarveruleika er það Ágúst? :)

Sveinn Atli Gunnarsson, 17.12.2010 kl. 15:49

6 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Snöggur ertu Svatli...

3 mínútur

Ágúst H Bjarnason, 17.12.2010 kl. 16:03

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hann vaktar allar færslur sem snerta þessi mál. Ég held að Svatli og Höski séu eins og Pútin og Medvedev. Vaka til skiptis.

Gunnar Th. Gunnarsson, 17.12.2010 kl. 16:15

8 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Fer það dáldið í taugarnar á ykkur félögum, Gunnar og Ágúst ;)

En þú svarar ekki Ágúst...í hvaða sýndarveruleika fer heimurinn kólnandi?

Sveinn Atli Gunnarsson, 17.12.2010 kl. 16:53

9 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Er ekki líka frekar kalt í Ástralíu núna? Er ekki heitasti tíminn að ganga þar í garð?

MelbourneSkýjaðN2 12°
MumbaiÞokaN1 24°
PerthHeiðskírtA8 20°
SeoulLéttskýjaðV0 -6°
SingaporeSkýjaðN0 26°
SjanghæHeiðskírtS1
SydneyHeiðskírtNV3 21°
Tokýo

Gunnar Th. Gunnarsson, 17.12.2010 kl. 17:20

10 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Gunnar; eru þessi gögn lýsandi fyrir meðalhitastig í heiminum? Það er líka kalt á Íslandi, er það kannski lýsandi fyrir hitastig í heiminum..? Ætli það sé ekki best að skoða meðalhitastigið, sjá t.d. NASA – Hlýjasti nóvember frá upphafi mælinga, þarna er hitafrávikið síðasta árið líka skoðað og það lítur ekki út fyrir neina kólnun á heimsvísu. En væntanlega munum við heyra reglulega um kólnun, þrátt fyrir að staðreyndirnar sýni fram á annað.

Sveinn Atli Gunnarsson, 17.12.2010 kl. 18:24

11 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

PS. Ég afsaka að ég náði ekki að svara fyrr ;)

Sveinn Atli Gunnarsson, 17.12.2010 kl. 18:24

12 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Nú hitnar í kolunum! Allir stórmeistararnir mættir! Best að hafa sig hægan.

Sigurður Þór Guðjónsson, 17.12.2010 kl. 18:58

13 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég var nú bara að benda á að mér sýnist hitinn í Ástralíu vera óvenju lár í dag, miðað við árstíma. Ekkert annað

Skemmtileg tilviljun, þegar allt er að frjósa í hel á norðurhveli

Gunnar Th. Gunnarsson, 17.12.2010 kl. 19:24

14 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Ef það heldur áfram að kólna svona mikið þá gætum við jafnvel endað í hita nærri meðallagi.

Emil Hannes Valgeirsson, 17.12.2010 kl. 20:41

15 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Gunnar er allt að frjósa á Norðuhveli..? Hvernig skilgreinir þú Norðurhvelið..? Jæja, annars skiptir það ekki máli, langaði bara að benda á villuna í fullyrðingu þinni ;)

Emil; mér fannst merkilegt að nóvember hafi mælst þetta hár, ég hélt persónulega að hitafrávikið myndi lækka í nóvember miðað við fyrri mánuði, en það virðist hafa verið mjög hlýtt á Norðurhvelinu, m.a. í Síberíu og Alaska í nóvember. Nú verður fróðlegt að fylgjast með hvernig árið endar, sjá t.d. vangaveltur í gestapistli eftir Halldór Björnsson á loftslag.is, Og árið verður….

Sveinn Atli Gunnarsson, 17.12.2010 kl. 21:23

16 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Já ég tók eftir því að NASA-GISS er nokkuð óvænt með heitasta nóvember frá upphafi og samkvæmt þeirra gögnum er líklegt að árið verði það heitasta. Aðrir aðilar munu varla skilgreina þetta sem heitasta árið en örugglega þó með þeim allra heitustu. Hitinn er ennþá með hærra móti á jörðinni þrátt fyrir vetrarkulda hér og þar. En það er oft þannig að þegar kuldarnir hitta á þéttbýlustu svæðin í Evrópu og N-Ameríku þá finnst mörgum að heimurinn sé að kólna.

Annars skulum við ekki gera lítið úr þessum sjávarkulda norður af landi. Þó hef ég ekki mikla trú á að mikill hafís sé væntanlegur hingað á næstunni, kannski rekur eitthvað smá vestur á Strandir. Norðaustanáttin er nefnilega ágæt til að halda ísnum frá - eða það held ég og segi ekki meir.

Emil Hannes Valgeirsson, 17.12.2010 kl. 21:56

17 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég efast ekki um að þú finnur veðurathugunarstöð á norðurhveli, sem er með hita fyrir ofan meðallag, Svatli.

Fréttir undanfarna daga eru samt uppfullar af óvenju miklum vetrarhörkum, bæði í Evrópu og N-Ameríku. Þú þarft ekkert að svekkja þig á því. Mundu... þarna erum við að tala um "veður" en ekki loftslag.

Gunnar Th. Gunnarsson, 17.12.2010 kl. 22:58

18 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Fréttir af veðri geta verið fróðlegar, einnig af kuldum, en ég er sammála þér Gunnar (kemur nú ekki oft fyrir) að þegar við erum að tala um staðbundið veður, t.d. í staðbundið í Evrópu (kulda, hita, vinda og regn), þá erum við ekki að skoða loftslag sem slíkt ;)

En mín spurning, sem var svar við "fullyrðingu" Ágústar um kólnandi heim og var sú spurning sem kom ykkur Ágústi af stað, var varðandi hitastig á heimsvísu, en ekki veðurlag. Þú reyndir að svara því eftir bestu getu...þó þú hafir reyndar eitthvað ruglast í skilgreiningunum Gunnar :)

En, já, það er kalt víða í Evrópu núna og eitthvað hefur snjóað í hluta BNA að undanförnu, sem er bara dæmi um veðrið að vetri til á þeim slóðum og hefur ekkert með langtímaleitni hitastigs að gera sem slíkt...enda er sú leitni jú upp á við, eins og við vitum sem fylgjumst með þeim málum.

En það verður nú líka fróðlegt að fylgjast með hafísnum, sem þessi pistill Einars fjallar um, hann gæti haft staðbundinn áhrif á veðurfar á Íslandi, þó ég þekki nú frekar lítið til þeirra fræða.

Sveinn Atli Gunnarsson, 17.12.2010 kl. 23:23

19 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

"En mín spurning, sem var svar við "fullyrðingu" Ágústar um kólnandi heim og var sú spurning sem kom ykkur Ágústi af stað, var varðandi hitastig á heimsvísu..."

Athugasemd mín #4 var fyrst og fremst liður í vísindalegri rannsókn. Þar var ég að mæla ákveðinn viðbragstíma.

Hvort heimurinn fari kólnandi eftir þennan áratug þar sem hitinn hefur staðið meira og minna í stað, fyrir utan náttúrulegar sveiflur upp og niður,  á eftir að koma í ljós. Mér kæmi það hreint ekki á óvart. Lítum til baka eftir svo sem fimm ár...

"What goes up must come down" segir enskur málsháttur. Kannski á hann við hér. Vonandi ekki.

Ágúst H Bjarnason, 18.12.2010 kl. 10:45

20 Smámynd: Einar Sveinbjörnsson

Það er aldeilis fjörið hér í umræðum !  Þegar talað er um meðalhita norðurhvels er ágætt að hafa í huga að helmingur flatarmáls hálfkúlunnar er sunnan 30°N breiddar.  Kairo, Kuwait og New Orleans eru allt staðir á 30°N til að gefa einhverja mynd.  Kuldar í hálfri Evrópu og á sama tíma í hluta N-Ameríku vega þannig ekki mjög þungt þegar horft er til alls norðurhvelsins.

ESv

Einar Sveinbjörnsson, 18.12.2010 kl. 10:52

21 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Jæja, Ágúst, þú segir það...en mælingar verða fyrst að sýna að það eigi sér stað kólnun... sem ekki hefur gerst enn sem komið er, þó svo það sé vetur á Bretlandi, svo dæmi sé tekið. Hitastig í heiminum gæti einnig mælst hæst árið 2010 frá upphafi mælinga, samkvæmt einhverjum gagnaröðum...en það á náttúrulega eftir að koma í ljós.

Hvað náði ég núna? 7-8 mínútum eða hvað? :)

Sveinn Atli Gunnarsson, 18.12.2010 kl. 10:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 1788782

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband