18.12.2010
Óveðrið í gær og jólafrí
Óveðrið í gær var nokkuð sérstakt og af fágætri gerð. Loftþrýstingur var hár, en lægðarbóla koma úr norðaustri, sem er langt í frá hefðbundin lægðarbraut. Hún keyrði svo að segja inn í háþrýstinginn hér vesturundan og miðja bólunnar fór skammt fyrir austan land og þaðan til suðurs (sjá kort VÍ kl. 15 þ.17. des.) Um leið hlánaði á láglendi, sem kann vitanlega að þykja einkennilegt í kjölfar norðanveðurs.
Bylgja fallandi loftþrýstings fór vestur yfir landið og N-áttin var mjög hvöss um tíma nærri miðjum degi um vestanvert landið. Ekki er loku fyrir því skotið að fjallabylgjur hafi átt hlut að máli. Vindmælingar saman með tunglmyndum fær mann til að hugleiða hvort slíkar bylgjur haf i brotnað fram yfir sig með tilheyrandi veðurofsa í skamman tíma. Lætin á Suðurnesjum um miðjan daginn eru ekki eins og maður á að venjast í venjulega í N-átt og eins skullu vindhnútarnir niður handan Eyjafjalla. Þar þekkjast A-veður mæta vel, en oftast nær skýlir Eyjafjallajökull ágætlega í N-áttinni.
Mér hefur ekki gefist ráðrúm til að taka saman yfirlit um mestu vinda í þessum hvell í gær og saman með fyrra veðrinu á fimmtudag held ég að geri þetta óveður það versta á landsvísu frá illviðrinu 8.-9. febrúar 2008. En slíkur samanburður er ævinlega matskenndur.
Vegna anna hjá mér þessa dagana fer veðurbloggið í frí fram yfir jól og kannski alveg fram á nýár.
Flokkur: Veðuratburðir hér og nú | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 49
- Frá upphafi: 1788782
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 47
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir pistlana og gleðileg Jól!
Gunnar Th. Gunnarsson, 18.12.2010 kl. 22:54
Ég er ekki frá því að kólna sé á Jörðinni þó svo að einhver sem kalli sig Svatla og einhverjar mælingar sýni annað.
Tökum sem dæmi hinn harða vetur sem bitið hefur sig fast í Evrópu?
Eða kuldana í N-Ameríku og N-Asíu.
Hvorki Svatli né loftlagssamtök hafa komið við sannfærandi svör við því hvað gert verður í þeirra nafni komi í ljós að kólna sé á Jörðinn á næstu árum. Vísa bara í einhverjar mælingar sem sýni annað.
Hjörtur B. Sigfússon (IP-tala skráð) 20.12.2010 kl. 16:14
Hjörtur B. Sigfússon:
Eru mælingar á hita Jarðar ekki sannfærandi Hjörtur? Annars eru hvorki "loftslagssamtök" (hvað sem það nú nákvæmlega er) eða ég persónulega sem stöndum fyrir mælingum á hitastigi Jarðar, þú þarft að eiga það við aðra ;)
PS. Þangað til það kemur í ljós að það sé að kólna (sem er ekki í gögnum enn sem komið er allavega), þá verðum við jú að skoða staðreyndirnar. T.d. eru flestir jöklar heims að hopa, sem er ein afleiðing hækkandi hitastigs, sem er í samræmi við það sem mælingar sýna fram á.
Sveinn Atli Gunnarsson, 21.12.2010 kl. 10:25
Gleðileg jól Einar, takk fyrir pistlana (líka þá sem þú skrifaðir á loftslag.is) á árinu :)
Sveinn Atli Gunnarsson, 21.12.2010 kl. 10:28
Takk fyrir að halda úti þessari síðu
Nú væri gott að fara fá einkverja speki frá kallinum!!!!!!!!!!!
Sigmar Stefánsson (IP-tala skráð) 1.1.2011 kl. 17:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.