69 m/s í Hamarsfirði

kort_berufjordur230.gifVindmælir sá sem settur var upp á þekktum hviðustað við Sandbrekkur í Hamarsfirði nýverið hefur sýnt það í morgun að þessi staður er mjög varhugaverður fyrir umferð ökutækja þegar veður er í þeim ham eins og nú. Þarna hefur mælst vindhviða hvorki meira né minna en 69 m/s og ég hef engar ástæður til annars en að ætla að sú mæling sé rétt.

Veður fer ekki að ganga niður suðaustanlands að neinu marki fyrr en með kvöldinu.

Um þennan stað Sandbrekkur í Hamarsfirði segir annar í skránni yfir þekkta hviðustaði sem ég gerði með starfsmönnum Vegagerðarinnar:

Sandbrekkur í Hamarsfirði

N- og NV-átt

Kafli að norðanverðu um 4 km.  Á honum mestöllum verður snarvitlaust veður í N- og NV-átt og bílar hafa oft fokið út af veginum. Sérstaklega er hann varhugaverður sá vegkafli, sem næstur er fjarðarbotninum um Sandbrekkur.  Fjallaköst frá fjarðarbotninum og koma hnútarnir allt eins af hafi þ.e. úr suðvestri.  

 

Þess skal getið að þjóðvegurinn hefur nýlega verið færður á mestöllum þessum kafla, en þó er vegstæðið nokkurn veginn á sama stað í botninum norðan við brúna og áður var.  Þar er mælirinn einmitt þar sem hnútarnir þykja hvað harðastir á þessum slóðum. 

Hamarsfjörður 3 og 4 jan 2011.png


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Sæll félagi og gleðilegt ár!

Það er skítaveður hér á Reyðarfirði en nær ekki 69 metrum:-)

Kær kveðja að austan. Gummi

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 4.1.2011 kl. 10:57

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég reyndi að fara Fagradalinn áðan en sneri við vegna ófærðar. (var á jeppa). Vegagerðin segir "þæfingur/stórhríð", sem er ábyrgðarlaust af þeirra hálfu.

Flugrútan fór frá Reyðarfirði um 8 leytið í morgun og var tæpa 4 tíma á leiðinni... þessa 25 mínútna leið. Svo þegar fólkið kom uppeftir, hafði öllu flugi verið aflýst og því er fólkið strandaglópar "í efra".

Gunnar Th. Gunnarsson, 4.1.2011 kl. 13:50

3 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Veðurstöðin í Hamarsfirði er reyndar ekki á allra versta stað, hann er örlitlu innar þar sem vegurinn lá á sínum tíma yfir Ytri-sandbrekku, þar fauk eitt sinn fjárflutningabíll og fór hann hálfan hring í loftinu og lenti á hvolfi.  Oft í svona veðri er sjórok frá Hamarsfirðinum upp í 400 metra hæð, maður sá það oft úr gluggunum heima (á Bragðavöllum) hvernig Rauðuskriðurnar lituðust af sjóroki hátt upp í hlíðar.

Þæfingur og stórhríð er einmitt veðurlagið sem er búið að vera á Fagradal í dag, fært jeppum ef varlega er farið, en ófært fyrir fólksbíla.  Veðrið er að ganga niður, og væntanlega verður vel akandi yfir Fagrdal með kvöldinu.

Eiður Ragnarsson, 4.1.2011 kl. 15:38

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég festi mig við leiðara #2 á leiðinni upp eftir í hádeginu og sneri við. Þar var fastur fólksbíll. Þeir hjá VG hafa nú breytt úr "þæfingur" í "þungfært", sem er "rétta" lýsingin á færðinni.

Ég er nokkuð viss um að sá sem var á fólksbílnum hefði ekki farið að þvælast þetta, ef rétt hefði verið sagt frá ástandinu á dalnum.

Gunnar Th. Gunnarsson, 4.1.2011 kl. 15:50

5 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Ekki ætla ég að fara að munnhöggvast við þig hér á blogginu hans Einars Gunnar minn, en ég hef nú margoft rekið mig á það að þó að það standi lokað, á skilti vegagerðarinnar, þá hefur maður nú lennt í því að sækja einn eða tvo fólksbíla upp á dal, með misvelbúnum bílstjórum og farþegum.  En nú er vel fært..

Eiður Ragnarsson, 5.1.2011 kl. 07:54

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Upplýsingar Vegagerðarinnar EIGA að miðast við fólksbíla. Það var gert a.m.k. þau 4 ár sem ég vann við snjóruðning á Fagradal og Oddsskarði.

Gunnar Th. Gunnarsson, 5.1.2011 kl. 09:28

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

þæfingur = fjórhjóladrifsbílar og þungfært= vel búnir jeppar

Gunnar Th. Gunnarsson, 5.1.2011 kl. 09:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 10
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 60
  • Frá upphafi: 1788778

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 56
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband