Hįlkuslysiš skelfilega sušur af Tromsö

_g-tittel-snyh1tra_1410178a.jpgViš fengum fréttir af mannskęšu umferšarslysi sušur af Tromsö og varš sl. föstudag (7. jan).  Ķ hįlku rann bķll yfir į rangan vegahelming ķ veg fyrir rśtu og žrķr ašrir bķlar rįkust saman ķ kjölfariš.  Alls létust 5 ķ žessu skelfilega umferšarslysi og 16 ašrir hlutu mismikla įverka. Hér mį sjį nįnari frįsögn į mbl.is. Myndin hér til hlišar er frį umręddum staš žar sem slysiš įtti sér staš, (Nordlys/Ole Aasheim).

Vešurfar ķ Noršur-Noregi er ekki ósvipaš žvķ og gerist hér aš vetrarlagi. Žaš einkennist af umhleypingum og mikilli śrkomu.  Oftar er žó talsvert frost į žeim slóšum en hjį okkur, sérstaklega žegar komiš er inn ķ landiš frį strandhérušunum.  Į föstudaginn žegar slysiš įtti sér staš var nokkurt frost eša um 20 stig og vegurinn var hįll en žó ekki tiltakanlega mišaš viš žaš sem žarna gengur og gerist aš sögn lögreglumanns sem rętt var viš į vettvangi.

picture_365_1052737.pngVegurinn E8 sušur af Tromsö ķ Lavangsdalen, er einn sį hęttulegasti sem um getur ķ Noregi en allir žeir sem koma akandi śr sušri til Tromsö verša aš aka um hann.  Frį įrinu 2000 hafa allt ķ allt oršiš 21 banaslys į žessari 70 km leiš (sjį mešfylgjandi Googlekort, fengiš af netsķšu Nordlys).  Vitanlega eru slysin ekki öll af völdum hįlku.  Vegurinn E8 um "Daušadalinn" sem noršmenn eru farnir aš kalla Lavangsdalen er hefšbundinn af allri gerš eins og viš žekkjum vegina hér į landi, s.s. į Kjalarnesi eša Sušurlandsvegur austan viš Selfoss svo dęmi sé tekiš.  Ein akrein ķ hvora įtt og akstursstefnur ekki ašskyldar.  Į E8 er lķka 90 km hįmarkshraši lķkt og hér į landi, en um veginn er talsvert mikli umferš, žó svo aš ég hafi ekki rekist į neinar handbęrar tölur ķ žeim efnum.

snowflake_ice_crystals_4.jpgdn16715-1_397.jpgŽegar vegir eru hįlir er alltaf til stašar hętta į žvķ aš ökutęki renni til, żmist śt af veginum eša yfir į hinn vegarhelminginn.  Hęttan į slķku eykst vitanlega meš hraša umferšar.  Žaš er vel žekkt aš héla sem veldur hįlku į vegum er minna  hįl ķ talsveršu frosti en žegar er frostlķtiš.  Žegar frostiš er hins vegar oršiš meira en 8-10 stig žéttist loftrakinn į veginum ķ rķkara męli sem flatar og višnįmsminni ķsplötur (lķkum žeirri hér t.v.) ķ staš stjarna ķ minna frosti sem hafa meira višnįm. Reglan er lķka sś aš hįlka af völdum héluķsingar veršur einnig meiri eftir žvķ sem umferšin eykst. Nokkuš žung umferš įsamt héluķsingu ķ miklu frosti hefur sem sagt gert veginn hįlli en ella af aš lķkum lętur.

Miklar umręšur eiga sér nś staš ķ norskum fjölmišlum um įstand umferšaröryggis ķ Noršur-Noregi og į blašamannafundi ķ gęrmorgun sagši yfirlęknir slysadeildar sjśkrahśssins ķ Tromsö yfirvöldum til syndanna. Gagnrżndi hann mjög žaš sleifarlag aš ekki skuli enn vera bśiš aš lagfęra veginn og ašskilja akstursstefnur meš mišdeili.

Fram kemur aš skatttekjur hins opinbera af bķlum og sölu eldsneytis séu 60 milljaršar į įri ķ Noregi, en veghaldiš, ž.m.t. nżbygging vega kostar um 20 milljarša.  Allar tölur ķ norskum krónum.  Stofnun sem sinnir hagręnum śttektum og rannsóknum į samgöngumįlum (Transportökonimisk Institut) hefur reiknaš śt aš kostnašur vegna allra umferšarslysa ķ Noregi sé žegar allt er tališ um 28 miljaršar į įri.  Žaš kostar um 5-6 miljaršar króna aš setja mišdeili og breikka žį vegakafla žar sem mest er um slys. Žeir kaflar eru um 500 talsins žar ķ landi.  Įętlaš er aš slķk ašgerš mundi koma ķ veg fyrir 80-100 banaslys ķ umferšinni į įri ķ Noregi.  Séu žessar tölur settar ķ samhengi mį segja aš žaš aš ašgreina akstursstefnur mundi borga sig į allt aš žremur įrum.

Įn žess aš ég viti žaš fyrir vķst aš žį žżšir ašgreining į akstursstefnum vęntanlega veg sem ķ umręšunni hér į landi er kallašur 2+1 vegur.

 

 

 


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Athugasemdir

1 Smįmynd: Birgir Žór Bragason

Hörmulegt slys.

Ašskilnašur akstursstefna er tķmęlalust žaš sem žarf sem vķšast. Lķka į Ķslandi. Žaš žarf ekki hįlku til eins og sést berlega ķ slysatölum bęši į noršurlöndunum og Ķslandi. Flest slysin eru žegar vešriš er best og bjart yfir. MIšdeilir fękkar žeim lķka tilvikum žar sem ekiš er śtaf en žaš eru flest tilvikin. Einbķla og śtaf. Oftast meš hręšilegum afleišingum.

Žaš žarf ekki 2+1 til, en žaš žarf aš breikka vegina svo žeir lokist ekki žó einn bķll bili og žurfi aš stoppa.

Birgir Žór Bragason, 9.1.2011 kl. 17:05

2 Smįmynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Fólk į lķka aš aka hęgar viš žessar ašstęšur. 90 km. hrašinn er mišašur viš bestu ašstęšur.

Gunnar Th. Gunnarsson, 10.1.2011 kl. 02:17

3 identicon

Skrķtnar hitasveiflurnar hér. Ég er meš tvo męla utan į hśsinu, annar er sprittmęlir og snżr ķ NNV, hitt er digitalmęlir og snżr ķ ANA. Oftast ber žeim saman yfir veturinn, en aušvitaš er ekkert aš marka žį yfir sumariš, žegar sólar er fariš aš gęta. En hvaš um žaš. Ķ gęrkvöldi žegar ég skrįši mķna prķvat vešurathugun var frostiš tęp -13°C, klukkan fimm ķ morgun var nęsta athugun og žį var frostiš um -2,5°C, en nśna um kl. 09:00 er žaš komiš ķ -9°C Męlunum ber nokkuš saman um žetta.

Žorkell Gušbrandsson (IP-tala skrįš) 10.1.2011 kl. 08:59

4 Smįmynd: Einar Sveinbjörnsson

Žorkell !

Vindurinn er rįšandi, getur veriš aš smį gola hafi veriš žegar frostiš var ekki nema -2,5°C, en annars hęgvirši eša logn.  Sé ķ flugvallarathugun į Alexandersflugvelli (BIKR) aš žį var frostiš męlt 10 stig nś kl. 10 og vindur 7 hnśtar eša rśmlega 3 m/s. Vindįttin sunnan. 

ESv

Einar Sveinbjörnsson, 10.1.2011 kl. 10:22

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Ķ dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 50
  • Frį upphafi: 1788783

Annaš

  • Innlit ķ dag: 2
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir ķ dag: 2
  • IP-tölur ķ dag: 2

Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband