Rigningar beðið

Pétursey_30mai2010_Bændablaðið.jpgÞegar þetta er skrifað á miðvikudagsmorgni hefur hvesst verulega undir Eyjafjöllum og í Mýrdal.   Snjólaust er á láglendi og óverulegur snjór í lægri fjöllum.  Þá er búið að vera alveg þurrt í rúma viku og við þessar aðstæður fer hið hvimleiða öskuryk auðveldlega af stað.  Heyrði m.a. að skólahald hafi verið fellt niður í Vík af þessum sökum.

Það sem verra er að næstu tvo sólahringanna er spáð stormi á þessum slóðum og má ætla að veðurhæð verði einna mest seint í nótt.  Nú þegar mælast mjög snarpar vindhviður á Steinum undir Austur-Eyjafjöllum.  Við þessar aðstæður fer allt laust efni af stað bæði fínt og gróft og gerir það að verkum að enn varasamara er að vera úti við eða á ferðinni en annars væri.  Svo ekki sé talað um margvísleg önnur óþægindi.

Beðið er rigningar til að bleyta í og má gera ráð fyrir að það fari að rigna eða öllu heldur geri slyddu í kvöld, en ekki að ráði fyrr en í nótt.  En til þess að vætan nái að binda þarf hún að vera talsverð, helst mikil slagveðursrigning sem lemst niður í svörðin og mælist í tugum mm.  ég er hræddur um að komandi úrkoma sé ekki af þeirri gerðinni og þar fyrir utan kemur hún of seint að þessu sinni.  

Í Mýrdal og undir Eyjafjöllum þyrfti helst að vera rigningartíð, en ekki þessir þrálátu þurru vindar. Svo ekki væri nú talað um að fá dálítil snjóþyngsli nú einmitt um hávetur.  Þá væri vitanlega alveg lokað fyrir öskufjúk !  

(Myndin er af öskufjúki við Pétursey 30. maí sl, og fengin úr myndasafni Bændablaðsins.)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætli spá morgundagsins hafi farið gegnum KALMAN síuna? Sé að spáð er 62 m/s á morgun fimmtudag kl. 18.

Óskar J. Sigurðsson (IP-tala skráð) 12.1.2011 kl. 10:59

2 Smámynd: Pálmi Freyr Óskarsson

Þessi tölva hjá ykkur sko!!!!!!!!!!!!!!!!

  vedur6



mbl.isSpá stormi um landið sunnan- og vestanvert

 Hehehe...........

Pálmi Freyr Óskarsson, 12.1.2011 kl. 12:28

3 Smámynd: Einar Sveinbjörnsson

Nú held ég að þið Stórhöfðafeðgar þurfið að halda ykkur fast  !!!

Kalmansían að verki, hvað annað ? 

35-38 m/s er spáð í 850 hPa.  Samkvæmt minni reynslu er vindurinn þarna upp í um 1.200-1.300 metra hæð ágæts nálgun fyrir Stórhöfða í A-áttinni.

ESv

Einar Sveinbjörnsson, 12.1.2011 kl. 13:22

4 identicon

Hvers vegna er Stórhöfði ekki með athuganir þessa klukkutímana ?

Vilhjálmur Stefánsson (IP-tala skráð) 12.1.2011 kl. 20:19

5 identicon

Stórhöfði hangir enn inni á eldri vef VÍ (andvara)

Óskar J. Sigurðsson (IP-tala skráð) 12.1.2011 kl. 20:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 7
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 1788788

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband