Snjóþyngsli á Akureyri, en ekki mikið fannfergi í sögulegu ljósi

akureyri_11jan2011_JonIngiCæsarsson.jpgEftir ofankomuna um helgina og í byrjun vikunnar mældist snjódýptin á Akureyri mest 65 sm á þriðjudagsmorgun, en í gær hafði snjóþekjan sigið lítið eitt.  65 sm er vissulega mikill snjór, en í kastinu um og eftir jólin í fyrra mældist snjódýptin mest 90 sm og hafði þá ekki komið meiri snjór í hartnær áratug. Snjódýptarmælingar eru ekki auðveldar viðfangs þegar fýkur í skafla, en engu að síður eru þær ágætlega samanburðarhæfa, sé mælt á sama stað og vandað til þeirra.  Myndin er úr safni Jóns Inga og tekin 11.jan á Oddeyrinni sýnist mér.

Á Akureyri hefur snjórinn verið mældur við Lögreglustöðina við Þórunnarstræti allar götur frá því að lögreglan flutti þangað um 1970. 

1975 sker sig talsvert úr fyrir snjóþyngsli og þá var snjódýptin mæld mest 160 sm, 15 janúar.  Sá vetur þótti sérlega snjóþungur á Norður- og Austurlandi.  Fyrir áhugafólk um veðursamanburð og snjótölfræði Akureyrar var útbúinn neðangreindur listi yfir tilvik frá 1975 með meiri snjódýpt en mælist þessa dagana.

 

  • 1975  jan.   160 sm
  • 1980  mars  80 sm
  • 1982  jan.    70 sm
  • 1989  mars  85 sm
  • 1990  mars 120 sm
  • 1993  jan.    75 sm
  • 1995  mars 115 sm
  • 2000  mars   90 sm
  • 2009  des.    90 sm

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Einar og takk fyrir þessa samantekt.

Það er gott að geta vísað á hana áður en einhverjir fara að koma með þá skýrskotun að þetta sé mesti snjór í "manna minnum"

kær kveðja og takk fyrir allan fróðleikinn :)

María (IP-tala skráð) 14.1.2011 kl. 09:11

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Rétt er Einar .. á Oddeyri er það. Horn Eyrarvegar og Norðurgötu sem er eimitt vettvangur upphafs nýjustu glæpasögu Árna Þórarinssonar ... þarna stóð bréfberataskan dularfulla.

Jón Ingi Cæsarsson, 16.1.2011 kl. 22:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 7
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 1788788

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband