Vetrardagurinn fyrsti ?

20110117_1333.jpgSjálfur eru ég haldinn einkennilegri sérvisku þegar kemur að vetrarveðráttunni.  Held því fram við hvern sem vill heyra að það sé ekki kominn vetur í raun fyrr en íbúar um vestanvert landið fá að finna fyrir útsynningsveðráttu með sínum lemjandi éljagangi.  Þennan veturinn höfum við þurft að bíða óvenjulengi eftir slíku veðurlagi, en kom að því gær, 17. janúar.  Í mínum huga markar því þessi dagur fyrsta daga vetrar. Fram að því hefur verið langt haust með alls kyns veðri. Oft hafa þessir haustdagar vissulega verið kaldir !  Þessi skilgreining á haustinu er klárlega á skjön við aðra sem ég hef líka viðrað, nefnilega þá að í október hefðum við svo að segja hrokkið beint úr sumrinu yfir í veturinn.  Þá er eingöngu horft á hitafarið, en ekki uppruna loftsins og ham veðursins eins og mín sérviska býður upp á.

En að veðrinu í gær.  Úr vestri barst lægð með svölu éljalofti og fór hún svo að segja rakleitt austur yfir landið. Suðvestanvindurinn um landið suðvestanvert tók dálítið í seinni partinn í gær og glóði á éljabakkana undir sólsetur.

Með lengri degi og hækkandi sól um miðjan daginn eru MODIS-myndirnar nú aftur orðnar brúklegar. Á meðfylgjandi mynd kl. 13:33 og löguð er til af Ingibjörgu Jónsdóttur sést skýjasnúðurinn umhverfis lægðarmiðjuna einkar vel.  Eins er landið sjálft meira og minna hulið snjó ef sandarnir suðaustanlands eru undanskyldir.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Mér finnst útsynningur með éljagangi alltaf vera frekar skemmtilegt veður hér suðvestanlands. Ég hef ekki skoðað það sérstaklega en getur verið að þetta veðurlag sé sjaldgæfara nú í seinni tíð miðað við það sem var á kaldari tímum fyrir svona 15-30 árum?

Emil Hannes Valgeirsson, 18.1.2011 kl. 12:49

2 identicon

Sjálfur myndi ég skilgreina komu veturs þannig: snjór helst lengur en 2 sólarhringa á jörðu :)

Ari (IP-tala skráð) 18.1.2011 kl. 13:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband