Varað við vatnavöxtum, hvað svo ?

albumimage_ashx.jpgNú þegar rignir í þeim vetrarblota sem nú gengur yfir landið leysir snjó á hálendinu og vöxtur hleypur í ár eins og Hvítá.  Rennslið í Hvítá við Fremstaver í Hvítá er sagt vera 437 rúmmetrar á sek. kl. 8 í morgun og varað er við vatnavöxtum á vatnsviði Hvítár. Það vantar svo ótalmargt í þessar frétt eða viðvörun og hún skilur eftir fleiri spurningar en hún svarar.

  • Eins og það hvort þetta vatnsmagn geti leitt til flóða og þá hvar neðar við Hvítá og Ölfusá ?
  • Hve langan tíma má ætla að líði þar til vatnsmagnið þarna uppfrá  skili sér til byggða ?
  • Hvað er rennsli upp á 437 rúmmetra við Fremstaver í samanburði við síðasta stórflóð í Hvítá/Ölfusá skömmu fyrir jól 2006 ?

Þegar farið er inn á heimasíðu Veðurstofunnar (kl. 10:38) eru aðeins þessar upplýsingar á undirsíðu um vatnafar: "Nú er mjög hlýtt á hálendinu og snjór sem þar er bráðnar hratt. Rennsli hefur vaxið töluvert í Hvítá í Árnessýslu og varað er við vatnavöxtum á vatnasviði hennar".

Fyllri upplýsingar en koma fram í þeirri stuttu tilkynningu sem sem send er á fjölmiðla verða að vera aðgengilegar, sé yfir höfuð einhver hætta á ferðum. Fyrir þá íbúa sem búa við flóðahættu á bökum Hvítár er óvissan verst. 

Þegar skoðað er alveg hreint prýðilegt vatnafarskort á undirsíðunni sem áður er getir, kemur í ljós að hlutfallstala rennslis við Fremstaver sé 99% og sama eigi við neðst í Ölfusá, en miklu skiptir að þessar tölur séu settar í samhengi við önnur flóð, sé fólki eða eignum yfir höfuð hætta búin. 

Veðurstofan og áður Vatnamælingar hafa stundað rannsóknir í áranna rás á þessum flóðum og ekki skortir þekkinguna sbr. hér.

(myndin er frá desemberflóðunum 2006 við Selfoss.  Ljósm. Sæland)


mbl.is Varað við vatnavöxtum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var að koma landleiðina frá Rvík fyrir rúmum klukkutíma (þetta skrifað um kl. 15:30) og það var auðvitað vöxtur í öllum sprænum á leiðinni, en mestur fyrirgangur var í Norðurá. Okkur gömlu hjónunum sýndist allt benda til klakastíflu í þrengslunum við Glitstaði og Desey var öll undir vatni. Áin var farin að gjálpa í vegköntum allvíða, svo sem neðan við Hreimsstaði og milli Hvamms og Dýrastaða. Greinilegt var að Hellisá og Austurá lögðu mikið vatnsmagn til árinnar, sem og Litlaá og Sanddalsá. Mikið fjör þarna í uppsiglingu.

Þorkell Guðbrandsson (IP-tala skráð) 23.1.2011 kl. 15:34

2 Smámynd: Einar Sveinbjörnsson

Takk fyrir þessar upplýsingar Þorkell !

ESv

Einar Sveinbjörnsson, 23.1.2011 kl. 16:36

3 Smámynd: Njörður Helgason

Síðustu nótt og fram undir hádegi ringdi mikið í Borgarfirðinum: http://www.flickr.com/photos/njordur/5380806097/

Njörður Helgason, 23.1.2011 kl. 21:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 1788787

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 50
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband