25.1.2011
Stykkishólms-hitakortið úr Kastljósi
Viðtalið við þá Harald Ólafsson og Bjarna Diðrik Sigurðsson í Kastljósi sjónvarpsins í gærkvöldi var ágætlega upplýsandi, þó svo að öllum spurningum hafi nú ekki verið svarað frekar en annars þegar loftslaghlýnun og afleiðingar hennar ber á góma.
Haraldur brá upp meðfylgjandi korti af árshita í Stykkishólmi frá upphafi mælinga til að sýna að hvaða marki síðustu ár skera sig úr. Þetta línurit ber svo sem engin ný sannindi og hefur oft áður verið teiknað upp við ýmis tilefni. Þarna er þrennt að mínu mati sem ágætt er að hafa huga:
- Frá 2000 hefur árshitinn öll árin mælst meiri en 4°C. (Hvenær getum við næst vænst árs undir því gildi ?)
- Hlýindatímabilið 1930-1965 fól í sér mér breytileika í árshitanum en á yfirstandandi hlýindatímabili.
- 2003 er hlýjasta ár frá upphafi mælinga í Stykkishólmi og 2010 er það næst hlýjasta. 1941 kemur síðan næst í röðinni.
Flokkur: Veðurfar á Íslandi | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 49
- Frá upphafi: 1788782
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 47
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fínt að fá þetta línurit á netið!
Sigurður Þór Guðjónsson, 25.1.2011 kl. 19:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.