8.2.2011
Alvöru óveður af SA
Óveður það sem virðist nú vera í uppsiglingu er alveg þvottekta ! Lægð dýpkar nú á sunnanverðu Grænlandshafi og er henni spáð um 945-947 hPa undir kvöld. Lægðin verður þá orðin víðáttumikil og hægfara. Veðraskil hennar berast hins vegar norðaustur yfir Ísland.
Það er á undan þessum skilum sem ASA- og SA-veðrið verður hvað verst. Framan við skilin er fyrirbæri sem á ensku kallast low level jet eða lægri skotvindur upp á Íslensku. Kjarni hans er í 1.000 til 2.000 metra hæð og slær vindinum niður þegar vindröstin berst yfir landið m.a. fyrir tilstuðlan fjalla. Verstur verður veðurhamurinn suðvestanlands á milli kl. 18 og 22 og Veðurstofan spár veðurhæðinni allt að 25 m/s. Með veðurhæð er átt 10 mínútna meðalvindinn.
Meðfylgjandi HIRLAM spákort af Brunni Veðurstofunnar sýnir vindinn í röstinni (850 hPa - ca 1.200 m) þegar veðrinu er spáð nálægt í hámarki suðvestanlands kl. 21 (HIRLAM 08022011 kl06 +9t) Veðurhæðin þá samsvarar skv. þessu um 35-45 m/s þarna uppi. Þetta er með því meira sem maður sér svona almennt séð og jafnast alveg á við það sem var í "þriggja lægða syrpunni" um miðjan desember 2007 og eftirminnilegt óveður sem hér gerði fyrir nákvæmlega þremur árum, 8. febrúar 2008. Veðrið þá var reyndar dálítið annars eðlis og sjálf lægðarmiðjan nær landi en nú er spáð.
Trausti Jónsson fjallar einnig hér um krassandi lægðir
Flokkur: Veðuratburðir hér og nú | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.4.): 10
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 63
- Frá upphafi: 1790188
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvað kom fyrir tölvuspána fyrir Stórhöfða? Í síðustu viku var spáð 36m/s í dag en um hádegi í dag var aðeins spáð 25 m/s. Er eitthvað verið að fikta með Kalman síuna? Nú eru 35 - 36 m/s kl.15:55
Óskar J. Sigurðsson (IP-tala skráð) 8.2.2011 kl. 15:58
Nei Óskar, Kalman sían sér um sig sjálf í stöðu eins og þessari! Það þarf ekkert að eiga við hana til þess.
ESv
Einar Sveinbjörnsson, 8.2.2011 kl. 18:27
Mikið er þess svokallaða kalman-síða mikið drasl
. 
Mesti 10 mín. meðalvindhraði í Vestm. 08.02.2011: Stórhöfði 37,4 m/s. kl.18:15,
Vestmannaeyjabær 25,1 m/s. kl.19, Surtsey veður berst ekki.
Mesta vindhviða í Vestmannaeyjum 08.02.2011: Stórhöfði 47,5 m/s. kl.16:30,
Vestmannaeyjabær 37,0 m/s. kl.19. Surtsey veður berst ekki.
Sjóveðurspá
Veðuryfirlit
Um 350 km A af Hvarfi er víðáttumikil og vaxandi 954 mb lægð sem fer NNA. Yfir Skandinavíu er víðáttumikið 976 mb lægðasvæði.
Samantekt gerð: 08.02.2011 14:26.
Suðvesturmið
SA 18-23, en 23-28 síðdegis. S og SV 13-18 í nótt og á morgun.Spá gerð: 08.02.2011 09:25. Gildir til: 09.02.2011 18:00.
hulaDaggar-
mark
kl. 06:00
kl. 09:00
kl. 12:00
kl. 15:00
kl. 18:00
kl. 21:00
-2 °C
Pálmi Freyr Óskarsson, 8.2.2011 kl. 19:29
Leiðrétting á tíma: Mesta vindhviða í Vestmannaeyjum 08.02.2011: Stórhöfði 47,5 m/s. kl.18:15,
Vestmannaeyjabær 37,0 m/s. kl.19. Surtsey veður berst ekki.
Pálmi Freyr Óskarsson, 8.2.2011 kl. 19:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.