10.2.2011
Likist nokkuð illviðri 8. febrúar 2008
Ég var að blaða í gömlum kortum og sneplum af nokkrum illviðrum síðari ára. Ég sá þá nokkra hliðstæðu við óveður sem hér gerði 8. febrúar 2008 og þótti þá vera eitt hið versta sem þá hafði gert í um áratug.
Aðdragandi lægðarinnar nú og ferill hennar er svipaður og var 2008, en að öllum líkindum var lægðin þá dýpri en nú verður. Þarna að kvöldi 8. febrúar varð þrýstingur álitinn vera um 932 hPa í miðju, en nú er honum spáð um eða rétt undir 940 hPa. Á því er nokkur munur. Í veðrinu fyrir þremur árum varð ekki mikið tjón, því var ágætlega spáð og varað við því, en hins vegar varð talsverð röskun á flugi og vélum snúið frá Keflavíkurflugvelli. Vindmælirinn undir Hafnarfjalli fauk veg allrar veraldar eftir að hviða hafði mælst 62 m/s.
Hér er tengill á gamla frétt Veðurstofunnar af veðrinu 2008.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 7
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 55
- Frá upphafi: 1788788
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
3 Febrúar 1991 gerði kolvitlaust veður hér sunnan og vestanlands.Vindhviður fóru uppí 78 hnúta(40m/s) og í Vestmannaeyjum fór í 108 hnúta(56m/s) Hver skyldi skýringin vera sú Einar að í Febrúarbyrjun komi oft svona ofsavindar.? Eru þetta leifar fellibylja.?
Númi (IP-tala skráð) 10.2.2011 kl. 23:29
Ég man ennþá eftir þessu snarvitlausa veðri sem gerði þann 3. feb. 1991 ég bjó þá á Tjarnarstíg á Seltjarnarnesi og kom björgunarsveitin til okkar. Vegna þess að þakið var að fara af húsinu í heilu lagi, björgunarsveitin náði að tjóðra þakið og bjarga því... En látunum mun ég aldrei greyma...
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 11.2.2011 kl. 01:23
108 hnútar í Vestmannaeyjum var 10 mín.meðalvindhraði á Stórhöfða. Hviður yfir 120 hnútar.
Óskar J. Sigurðsson (IP-tala skráð) 11.2.2011 kl. 10:31
Þetta mikla óveður hafði í för með sér rafmagnsbilun sem stóð klukkutímum saman. Fór nánast skríðandi ná fjórum fótum í búð til að kaupa rafhlöður í útvarpið. Þegar eg kom heim og búinn að koma batteríunum fyrir var mikilvæg tilkynning frá lögreglunni að allir á höfuðborgarsvæðinu skyldu halda sér innan dyra!
Auðvitað barst mér þessi tilkynning of seint en það gekk mikið á, járnplötur af þökum voru að losna og ýmislegu lausadóti mætti eg á leiðinni.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 11.2.2011 kl. 16:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.