1.5.2011
Snjódýpt 16 sm í Reykjavík 1. maí
Þennan morguninn var alhvítt í Reykjavík eftir nánast látlausa logndrífu frá því í gærkvöldi. Snjódýptin í mælingu Veðurstofunnar kl. 09 reyndist vera hvorki meiri né minni en 16 sm.
Eins merkilegt og það kann nú að hljóma að þá er þetta fyrsti maísnjórinn í Reykjavík frá því 1993. Þá gerði líka ofankomu um svipað leiti við áþekkar aðstæður og nú þegar hægfara og skörp skil lágu yfir landinu vestanverðu. 1. maí 1993 var snjódýptin 13 sm. Jörð hafði verið alhvít einnig daginn áður.
1987 var líka snjór á jörðu 1. maí eða 17 sm sem er það mesta í þeim mánuði sem mælst hefur í Reykjavík. Þá snjóaði um nóttina víða um suðvestanvert landið úr éljalofti. Þann snjó tók ekki upp fyrr en næsta eða þar næsta dag.
Mjög litlu munar því á því að metið maímetið frá 1987 hefði verið jafnað. Einnig er athyglisvert að sjá að úrkoma síðasta sólarhringinn mældist 38,8 mm í Reykjavík. Sjálfur er ég ekki alveg klár á veðurbókhaldinu, en þó er ég nokkuð viss í minni sök þegar ég segi að þessi skammtur mun færast á reikning maímánaðar, jafnvel þó verulegur hluti hennar hafi fallið í apríl !
Sé svo, er mánaðarskammturinn nú þegar kominn hér um bil því meðalúrkoma þennan þurrasta mánuð ársins, þ.e. í maí er ekki nema 44 mm.
Ljósm. Fimm snjóruðningstæki voru að af hálfu Vegagerðarinnar í gærkvöldi og nótt. Þau rétt svo höfðu undan. Myndin er tekin á Fjarðarhrauni í Hafnarfirði í nótt. mbl.is/Fylkisson.
Flokkur: Veðuratburðir hér og nú | Breytt s.d. kl. 09:56 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 3
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 51
- Frá upphafi: 1788784
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 49
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hver var snjódýptinn 1. maí 1989? Frá seinni parti kvölds þann 30. apríl og fram á morgun kyngdi niður á hemju miklum snjó. Þurfti m.a. að ryðja götur í Þingholtunum, af öllum stöðum.
Marinó G. Njálsson, 1.5.2011 kl. 12:37
Marínó. Ef ég má svara þá var snjódýptin engin. En þú ert væntanlega að tala um snjókomuna að kvöldi 31. mars 1989 og nóttina eftir sem skilaði 33 cm snjódýpt í Reykjavík að morgni 1. apríl - allt kyrfilega skráð hjá mér. Aðstæður þá voru held ég mjög svipaðar og nú. Mikil úrkoma frá kyrrstæðum skilum yfir vestanverðu landinu.
P.s. ánægjulegt að sjá Einar Sveinbjörns. aftur á blogginu.
Emil Hannes Valgeirsson, 1.5.2011 kl. 13:11
Kom úr sól og stuttbuxnaveðri frá Svíþjóð beint í snjóinn, þvílík viðbrigði.
Ari (IP-tala skráð) 1.5.2011 kl. 16:17
En hvernig stendur á því að það sé svona mikill snjór?
Ragga (IP-tala skráð) 1.5.2011 kl. 17:06
Afhverju er snjórinn kaldur??
Friðrik nemandi þinn í Loftslagsfræði (IP-tala skráð) 1.5.2011 kl. 17:09
Afhverju er snjórinn hvítur??
Haukur nemandi þinn í Loftlagsfræði (IP-tala skráð) 1.5.2011 kl. 17:36
Afhverju má ekki borða gulan snjó?
Auðunn Ingi Ragnarsson Nemandi þinn í loftslagsfræði (IP-tala skráð) 1.5.2011 kl. 20:06
Lítur út fyrir stórt fall í loftslagsfræði í ár.
Emil Hannes Valgeirsson, 1.5.2011 kl. 20:46
Hvaða vitleysa. Ef maður veit ekki eitthvað þá er um að gera að spyrja til að tryggja að maður falli ekki. Af hverju er snjórinn hvítur annars?
Óli minn, 1.5.2011 kl. 23:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.