8.5.2011
16,4°C í Reykjavík í dag 8. maí
Þau eru eiginlega alveg ótrúleg umskiptin í veðrinu suðvestanlands á aðeins einni viku. Síðasta sunnudag, 1. maí var meðalhiti þess dags í Reykjavík +1,5°C og álíka hiti hafði verið dagana á undan. Alls ekkert þá sem minnti á vorkomu, nema dagur í almanakinu. Svo ekki sé nú talað um snævi þakta jörðina þann morgunn. Um nóttina fóru yfir hitaskil og strax 2. maí tók að hlýna.
Dagana 2. til 8. maí hefur meðalhitinn verið um 8,5°C. Það er svona álíka og gera má ráð fyrir seint í maí eða byrjun júní. Um miðja vikuna sá maður eiginlega grasið grænka í görðum og í hitanum í dag gerðist það sama með knúpa ýmissa trjátegunda, sem tútnuðu út forsælu. Gróðurfarið er einfaldlega á fullu við að hrista af sér vetrardrómann frá síðustu viku og koma sér í sumarskrúða. Ég man ekki eftir örðum eins umskiptum og jafn "meginlandslegri" vorkomu hér suðvestanlands og nú. En það getur svo sem átt eftir að slá í bakseglin ef gerir norðankast ef einhverri sortinni eins og oft sést í þessum mánuði.
En í Reykjavík komst hitinn í 16,4°C í dag og hæsta gildi á landsvísu var 18,4°C á Þingvöllum. Nær þó ekki því þegar fór í rúmlega 20 gráður á Skjaldþingsstöðum svo snemma sem 9. apríl eða fyrir réttum mánuði !
Ljósm: Nauthólsvík í dag. visir.is/Vilhelm
Flokkur: Veðuratburðir hér og nú | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 50
- Frá upphafi: 1788783
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 48
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.